Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
eina viku, einn mánuð, heldur í 12 ár. Á hverjum degi var
hleypt aí fallbyssu kl. 1 í Edinborgar kastala. Um leið og
hleypt var af, hljóp hundurinn til bakara þar í grennd, sem
gaf honum mat og vatn. Síðan fór hann aftur til grafar-
innar. Þessu hélt áfram, unz hundurinn dó, og það voru
12 ár. Þetta var trúfesti.
Bifreið ók yfir gæs og kramdi hana. Eigandinn fleygðl
henni í olíutunnu. í 7 ár fór gassinn, maki gæsarinnar,
aldrei lengra en 10 fet frá þessari tunnu. Þessi gassi hélt
þarna vörð til dauðadags, í 7 ár. Þetta var trúfesti.
George Muller bað fyrir manni í 52 ár, að hann sneri
sér til Kr.ists. Safnaðarhirðir nokkur heimsótti aldurhnig-
inn mann 21 sinni, áður en honum var leyft að koma inn,
en þá gerði hann manninum greiða og leiddi hann til
Krists. Þetta var trúfesti.
Bréfberi nokkur í Wales var sæmdur brezku samveldis-
orðunni af Elísabetu drottningu. Ur þjónustu hans hafði
aldrei fallið dagur í 43 ár. Maður nokkur í Minneapolis
lét af starfi sinu sem kennari við framhaldsskóla. í 43 ár
hafði hann aldrei vantað nokurn dag frá starfi. Efnafræð-
ingurinn Paul Ehrlick framkvæmdi 695 árangurslausar
tilraunir. Hin 606. heppnaðist! Thomas Edison gerði
18.000 tilraunir áður hann fullkomnaði boga-rafmagns-
ljósið. I annað sinn, er honum hafði 50 sinnum misheppn-
azt eitthvert verk, sagði hann: „Ég hefi fundið 50. leiðina,
sem ekki er hægt að framkvæma það eftir!! “ Þetta var
trúfesti!
í Kóreustyrjöldinni gróf maður sig ofan í mykjuna og
leðjuna í svínastíu (nema nasir og munn, svo að hann gæti
andað) í 8 daga og nætur heldur en svíkja félaga sína og
gefast upp fyrir óvinunum. Það var trúfesti!
Gleður það þig ekki, að Jesús var trúr og dó fyrir oss og
að hann lifir nú og er trúr að annast oss? Guð gefi oss náð
til að vera trúir!
(Þýtt úr „Sword of the Lord“, þar tekið upp úr
Maranatha).
---------x---------
Um uppruna mannsins veit ég ekkert nema það, sem ritning-
arnar segja, að Guð skapaði hann. Meira en þetta veit ég ekki,
og ég veit ekki af neinum, sem veit það.
Sir J. W. Dawson jarðfrœðingur. (Precious Seed).