Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 78
78
NORÐURLJÓSIÐ
Nú er dýrt að lifa á íslandi. Ertu sendur hingað af nokkru
félagi, sem greiðir þér kaup?
Nei, en ég er viðurkenndur sem kr.istilegur starfsmaður af
söfnuðinum í Klakksvík, en hann greiðir mér ekki fast kaup.
Einstakir menn innan hans og annars staðar í Færeyjum styrkja
mig með gjöfum sínum. Ég treysti Drottni að annast allar þarfir
mínar hér á íslandi eins og hann gerði, ineðan ég dvaldi á Eng-
landi.
Hvernig fellur þér að læra íslenzku?
íslenzkan mun engum auðveld, ekki heldur Færeyingum, þótt
málin séu i fljótu bragði lík að sjá. Ég hefi að undanförnu unnið
að uppritun handrita hjá Hilmari mági mínum, sem rekur fjöl-
ritunarstofu, og ég finn, að ég læri mjög mikið í málinu af því
verki. En sjálfsagt verður þú samt enn um sinn að fara yfir
handrit mín, sem þú tekur til birtingar í Norðurljósinu, eins og
þú hefir gert í þessum árgangi.
Við sjáum nú til. Vald á málinu kemur með ástundun og stöð-
ugri iðkun þess. Það gleður mig og okkur hér í söfnuðinum á
Sjónarhæð, að Drottinn hefir sent þig til að starfa hér. Hann
blessi þig sem starfsmann og eiginmann, konu þína og alla ykkar
framtíð. Þess munu vinir Norðurljóssins biðja með mér. Þökk
fyrir viðtalið. ---------x---------- S. G. J.
Sálfræðin er ekki úrlausnin
Þegar hinn alkunni dr. Jung var orðinn gamall, varð honum
ljóst, að sálfræðin getur skilgreint þarfir mannsins, en getur ekki
fullnægt þeim. „Sálfræðingar þeir, sem eru meira en nafnið eitt,
eru komnir að þeirri niðurstöðu, að hin geysilega taugaveiklunar
eymd heimsins getur kallazt taugasýki tómleikans. Menn höggva
sig sjálfa frá rótum veru sinnar, frá Guð.i, og ævi þeirra verður
innihaldslaus, tóm, tilgangslaus og takmarkslaus. Þegar Guð fer,
hverfur takmarkið, innihaldið, tilgangurinn, og lífið snýst í
dauða í höndum okkar.“ (The Harvester, marz 1966).
Ritstj. Nlj. vill segja, að það var þó gott, að dr. Jung sá þetta,
áður en hann dó, ef hann skyldi hafa leitað Guðs og fundið hann,
þótt seint væri, fyrir trú á Drottin Jesúm Krist. En hve óendan-
lega æskilegra hefði það verið, að hann hefði komið auga á
þennan sannleika, áður en hann skráði þau rit, sem á margan
hátt risu gegn kennivaldi heilagrar ritningar í uppeldismálum og
gerðu því heiminum ógagn. En sérhver maður, sem þjáist af
taugasýki tómleikans, ætti hið allra fyrsta að bjóða Drottni Jesú
inn í hjarta sitt. Sjá Opinb. 3. 20.