Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 90
90
NORÐURLJOSII)
„Ég ætla að gefa þér nokkrar reglur, svo að þú
dettir ekki aftur ofan í brunn,“ sagði hann.
„1. regla: Gáðu alltaf að, hvar þú gengur.
2. regla: Hafðu alltaf ljós í hendinni.
3. regla: Vertn ekki seint úti.
4. regla: .... og svo framvegis.“
Hann reif blaðið úr bókinni og lét það falla ofan
í hrunninn. Síðan gekk hann í hægðum sínum út í
næturskuggana.
Hnefi litla drengsins tróð hlaðinu ofan í leðjuna.
„Eg vil ekki þessar gömlu reglur þínar,“ sagði
hann. „Náðu mér upp úr, vertu svo vænn að hjálpa
mér.“
Bergmálið eitt svaraði honum, stjarnan horfði
niður, og fótleggurinn hans, ó, hvað hann kenndi til
í honum.
Og þá
lýsti mildur ljómi um brunninn og sýndi slýuga
múrsteinana og andstyggilegar pöddur.
Tveir hreinir, hvítir fætur komu hægt og fagur-
lega og námu staðar á leðjunni. Hann tók eftir því,
mitt í öllum sársaukanum og undrun sinni, að fæt-
urnir héldu áfram að vera hreinir og hvítir, en ekki
forugir eins og fætur hans sjálfs.
Hann leit upp og leit þá í yndislegustu augun, sem
hann hafði nokkru sinni séð. Skyndilega varð fót-
leggur hans heill, og tveir sterkir armar lyftu hon-
nm, lyftu honum upp, — upp úr forinni og myrkr-
inu, og hann stóð hreinn og beinn á steinhellu við
opið á brunninum.
Þá gaf hann því gætur, að ör voru á enni hins
Okunna, og hendur hans voru rifnar eftir nagla.
„Ert þú Jesús?“ spurði hann og lagði hönd sína
í sterka hönd hins yndislega Okunna gests, og þegar