Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 92
92
NORÐURLJÓSIÐ
Stóru, brúnu augun hennar Bess litu sárbiðjandi
á hann, eins og hún vildi segja: „O, húsbóndi minn,
ég er þreytt, og hvolparnir mínir þarfnast mín hér,
— má ég ekki hvíla mig svolítið?“
„Farðu út og finndu hana, Bess,“ skipaði hús-
bóndinn.
Hún stóð hægt upp og þrammaði út í myrkrið til
að finna týndu kindina.
Það var komið undir morgun og úrhellisrigning,
er hún tilkynnti, að hún væri komin aftur með týnda
lamlnð. Húsbóndinn kom ofan af lofti til að hjúkra
því og láta það inn hjá kindunum. Síðan fór hann í
morgunsloppnum og gúmmístígvélum með skál af
volgri súpu handa Bess. „Góða, gamla Bess,“ kall-
aði liann, er hann leit inn í hundakofann, „góða,
gamla kerlingin, hérna er eitthvað gott og notalegt
handa þér.“ En hvolparnir einir hreyfðu sig og luku
upp stórum, undrandi augum, sem skinu eins og lítil
ljós í myrkrinu í kofanum.
Húsbóndinn laut niður og hreyfði þennan kyrra,
kyrra líkama, en . . .
Bess hafði látið lífið fyrir þetta týnda lamb!
Jesús sagði: „Eg er góði hirðirinn; góði hirðirinn
leggur líf sitt í sölumar fyrir sauðina.“
„Ó, Drottinn, hvað merkir dreyrug slóð
um dalina og fjöllin auð?“
„Ég hlaut að láta líf og blóð
til lífs mínum týnda sauð.“
En Jesús er aftur lifandi, og þegar þú krýpur við
rúmið þitt í kvöld og hefir yfir liænir þínar til hans,
þá er hann svo nálægur, svo nálægur, nógu nálægur
til að heyra, að þú segir:
„Þakka þér fyrir, Drottinn Jesús, að leggja líf
þitt í sölurnar fyrir mig.“