Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 47
norðurljósið
47
, Til hins óþekkta
Eftir Ingvar Haddal. — Lawslega þýtt úr norsku.
Kona nokkur símaði til mín og hafði orð á því, að við, sem
prédikum, ættum að tala oftar um allan óréttinn í kringum okkur.
Þá fyrst væri hægt að elska, þegar allt hið illa væri rekið á brott.
Víst er um það, að við eigum að leggja meiri áherzlu á að
Prédika á móti óréttinum, sem svo margir verða að þola bæði
í smáu og stóru.
Og til þín, sem hefir syndgað, vil ég segja: Gerðu upp! Ánnars
munu syndir þínar mæta þér aftur við dómstól Guðs. Rannsak-
aðu sjálfan þig gaumgæfilega, hvort þú hefir gert eða sýnt nokkr-
Um órétt. Ef svo er, auðmýktu þig þá til að biðja um fyrirgefn-
ingu og gera allt gott aftur, eins og áður var, svo sem þér er
unnt. Ég held, að það sakaði ekki að minna trúboða og presta
°g þá, sem nota pennann, á það, sem þessi kona benti á, Svo að
við í enn ríkari mæli minnum á þetta. Það er enginn vafi á, að
hæði trúboðar og forstöðúmenn munu finna sitt af hverju af
rangindum og órétti, bæði í smáum og stórum stíl.
En það er sérstaklega þú, sem hefir þolað óréttinn, sem ég vil
tala v.ið. Ætlar þú að eitra þitt eigið líf, þangað til einhver kemur
°g biður þig afsökunar? Jesús hefir sagt, að við eigum að fyrir-
gefa, ef okkur þykir nokkuð við einhvern. Um hann stendur
skrifað, að hann „dó fyrir oss, meðan vér enn vorum í syndum
vorum.“ Óverðskuldað mættum við kærleika Guðs. Það getur
verið, að þetta boðorð Jesú um fyrirgefningu rekist á við allt,
sem v.ið eigum af stolti og mannlegri réttlætistilfinningu. Og enn-
fremur: Verðskuldar ekki sá, sem komið hefir illa fram við
°kkur, að fá ráðningu? Allt í okkur sjálfum segir já við því.
En þegar við biðjum Faðirvorið, sjáum við þetta í öðru ljósi.
Æyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.“ Þá sjáum við, að við erum einnig skuldug, brot-
^eg. Það er djúpur sannleikur í þessari bæn. Og á sama hátt og
þú biður Guð um fyrirgefningu, átt þú að fyrirgefa þeim, sem
sýúir þér órétt. Þú getur þetta aldrei af eigin mætti, en Jesús
viU hjálpa þér. Þá mun renna upp nýr og bjartur dagur á ævi
þinni. Til hamingju með hann.
(Þetta várð mér til blessunar, og ég hélt, að ef til vill gæti það
aÞ erindi til annarra líka.)
•x-
Aðsent.