Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 81
NORÐURLJÓSIÐ
81
Kristniboðinn hélt áfram að segja frá því, hve
góður og vænn Jesús var, hvernig hann læknaði veik-
an mann og gerði heilan fótinn á lömuðum sveini og
lét blinda stúlku sjá. Er hann hélt áfram að segja
söguna, héldu allir niðri í sér andanum. Að undan-
teknu þvaðrinu í öpunum í trjánum og einstaka
fuglskvaki, var steinhljóð, meðan hann sagði frá
manni, sem horfið hafði inn í skugga dauðans. En
Jesús leiddi hann aftur til að búa meðal lifandi
manna. Og svo var það litla stúlkan, sem allir
syrgðu, af því að hún var líka dáin. En Jesús tók í
máttlausa hönd hennar og hvíslaði: „Elskan, það
er kominn tími til að vakna núna.“ Og þá opnaði
hún augun, settist upp algerlega alheilbrigð og bros-
andi.
Kristniboðinn leit upp og sá, hvar höfðinginn
gekk aftur út úr skugganum. Hann kom með allra
bezta hestinn sinn. Hátignarlega batt hann hestinn
við tré bak við hvíta manninn, veifaði hendinni í
áttina að hestinum og sagði: „Indíánahöfðingi gefur
hestinn sinn Drottni Jesú,“ og aftur var hann horf-
inn.
En kristniboðinn hélt áfram að segjá frá, hvernig
menn hötuðu Jesúm fyrir gæzku hans, hve afbrýði-
samir þeir voru vegna góðverka hans, hvernig þeir
tóku hann og festu hann við tré, er þeir höfðu húð-
strýkt hann, og hvernig þeir særðu hendur hans með
iárnnöglum og ráku þyrna inn í höfuð hans, og
hvernig þeir gerðu gys að honum, jafnvél þegar
hann elskaði þá. Kristniboðinn skýrði frá því,
hvernig þúsundir hvítra anda, þúsundir engla, biðu
eftir því að mega hjálpa honum og brenna upp óvini
hans, ef hann hefði aðeins sagt eitt orð í þá átt. En
hann elskaði mennina svo mikið, að hann sagði ekki