Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 162
162
NORÐURLJÓSIÐ
Á NÚTÍMAHEIMILI
Saga. Höfundur Vera Minshell.
1. kafli. ÆskustöSvar kvaddor.
Elízabet Barclay reis með erfiðismunum á fætur. Hún gekk
fram kirkjugólfið í átt til dyra. Hægt og seint leit hún í kringum
sig. Um altarið léku síðdegisgeislar sumarsólar, mildir og marg-
litir af því, að koma inn um litaðar rúður í gluggunum. Hér hafði
hún sótt kirkju alla ævi. Nú var hún að kveðja, flytja á brott.
Hún gekk heim til að bíða eftir Filippusi, systursyni sínum,
sem hafði boðið henni að koma og eyða ellinni á heimili hans.
Hann ætlaði að sækja hana, en hafði sagt henni, að hún skyldi
ekkert taka með sér af húsgögnum. Hann skyldi sjá um að selja
þau. Hún hafði erft þau eftir foreldra sína og alltaf búið á sama
stað. Hún hafði aldrei gifzt, en alið upp systurson sinn, er for-
eldrar hans voru dánir.
Sem ungur maður hafði Filippus farið í herþjónustu. Þegar
henni lauk, gat hann ekki fest yndi í þorpinu, þar sem Elízabet
bjó. Hann fékk góða atvinnu í Suður-Englandi, skrifaði þaðan
móðursystur sinni reglubundið og sendi gjafir henni til styrktar.
Þá kynntist hann Elaine. Hún var óvenjulega fögur sýnum. En
það var eitthvað hart við hana, sem vakti hroll í hjarta Elíza-
betar, þegar Filippus kom með hana í heimsókn. Meðan stóð á
heimsókninni, hafði hún séð, að Elaine var með allan hugann
við að komast áfram í heiminum, andleg mál voru henni einskis
virði, og enginn tími til að sinna neinu, sem Guði kom við. Fil-
ippus hafði fengið kristilegt uppeldi, en áhugi hans á þeim efn-
um hafði dvínað við herþjónustuna, svo að Elízabet var hrædd
um, að hjónaband hans yrði ekki farsælt.
Eftir heimsóknina giftust þau skömmu síðar, Filippus hélt
áfram að skrifa henni reglubundið. Hann sagði henni, hvernig
hann kæmist áfram við starf sitt, og að Elaine hefði komið upp
tízkuverzlun í Langton; hann gat um fæðingu dóttur þeirra, sem
nefnd var Jennifer, og að þau væru flutt í yndislegt hús í útborg-
inni.
Stundum varð Filippus að skreppa til Norður-Englands í við-
skipta-erindum. Bar þá svo við, að hann tók Jennifer með sér.
Hún var feimið og kyrrlátt barn, dökkhærð og dökkeyg eins og
hann. Þegar Elízabet var veik um vorið, hafði hann komið, og
þá var það útkljáð, að hún flytti til hans.