Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 118
118
NORÐURLJÓSIÐ
ekki í Getsemane, heldur á krossinum á Golgata: Hann bar sjálf-
ur syndir vorar á líkamá sínum upp á tréð (I. Pét. 2. 24.)
Biblían segir ennfremur: „Þann, sem þekkti ekki synd, gerði
Guð að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti
Guðs í honum“ (2. Kor. 5. 21.) og Jesaja 53. 4. 5. segir: „En
vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er
hann á sig lagði; vér álitum honum refsað, hann sleginn af Guði
og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kram-
inn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vér höfðum til unnið,
kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“
Einnig verðum vér að festa oss þetta í minni: Dauði Jesú frelsar
oss frá hegningu, synda vorra. Líf Jesú frelsar oss nú frá mætti
syndarinnar. Og endurkoma Krists frelsar oss frá nœrveru
syndarinnar.
Vegna blóðs Jesú og dauða hans getur Guð verið réttlátur og
réttlætt þann, sem trúir á Jesúm. (Róm. 3, 25, 26.) Og postulinn
Pétur ritar: „Þér vitið, að þér eruð ekki leystir með forgengi-
legum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér
höfðuð að erfðum tekið frá forfeðrum yðar, heldur með dýr-
mætu blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs lambs.“ (I. Pét.
18.,19.) Þetta orð getur því komið til þín frá Postulas. 16. 31.
„Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili
þitt.“ Þegar þú endurfæðist, ert þú orðinn „einn andi með Guði“,
nýr maður, hið gamla er horfið, sjá, það er orðið nýtt. Guð
sætti oss v.ið sig; ert þú réttlættur fyrir Guði vegna dauða sonar
hans?
Guð frelsi sálu þína.
Agúst Gíslason,
Smáritaútgáfan, Snorragata 3, Siglufirði.
——:----—X----------
Ofanskróð grein
er sérprentuð sem smárit og fæst til cikeypis dreifingar hjá ristj. Nlj.
„Sjúklingur og fiðrildi" nefndist grein í Nlj. sl. ár, sem var sérprentuð.
Henni var ætlað sem smáriti að komast í hendur sjúklinga í sjúkrahúsum.
Smáritið fæst hjá ritstj. til ókeypis dreifingar í sjúkrahús. Skrifið sem fyrst
eftir ritinu og dreifið því meðal sjúkra manna og kvenna, sem þarfnast
boðskaparins um Drottin Jesúm Krist.