Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 172
172
NORÐURLJÓSIÐ
„Elaine er þreytt og áhyggjufull,“ sagði hann, konu sinni til
afsökunar. „Líklega er bezt, að ég segi þér svolítið meir, og þá
skilur þú þetta. Við urðum að steypa okkur í stórskuldir til að
fá þennan stað, og hann er afardýr í rekstri. Eg hefi allgóð laun,
en þau hrökkva ekki til. Elaine lagði aleigu sína í verzlunina, sem
hún rekur, og vinnur allt of mikið til að láta sameinaðar tekjur
okkar hrökkva fyrir þörfum okkar. Til þess að búa hér og njóta
félagsskapar nágranna sinna, þarf maður að eiga allt hið sama
og þeir. En bifreiðina, sem ég ek í, á ég alls ekki. Hún er eign
félagsins, sem ég vinn hjá. En það vita nágrannarnir ekki! Sjón-
varpstækið, plötuspilarinn, ísskápurinn, ,drauma eldhúsið1, allt
er þetta fengið með afborgunum. Og seljist lítið í búðinni hjá
Elaine, ef við getum ekki staðið í skilum með afborganir, þá er
voðinn vís. Launin mín hrökkva ekki fyrir þessu, alveg sama
hve lengi sem ég vinn.“
„Ég skil þetta,“ sagði Elízabet. „Ég hafði ekki gert mér ljóst,
hvílíka byrði þú þarft að bera. Svo bætist ég við hana. Þú verður
að láta mig hjálpa eitthvað til. Annars get ég ekki verið kyrr.“
„Vitleysa! Það kostar ekkert að hafa þig hér.“
„Ég gæti farið í elliheimili,“ mælti hún. „Érá hvaða sjónar-
miði, sem það er skoðað, þá er betra fyrir þig og Elaine að hafa
húsið út af fyr.ir ykkur.“
„Eins og ég mundi láta þig gera það, eftir allt það, sem þú
gerðir fyrir mig, þegar ég átti engan annan að og engan stað að
fara til,“ svaraði hann blíðlega. „Gleymdu þessu nú. Ég sagði
þér frá þessu, til þess að þú skyldir skilja, hvers vegna Elaine
er svo tannhvöss stundum, og hvers vegna hún kostar svo kapps
um að halda okkur til jafns við fólkið, sem verzlar við hana.“
Hann settist niður, skyndilega hnugginn. „Ég býst við, að ég
hafi valdið þér miklum vonbrigðum, Elízabet frænka. Þú ólst
mig ekki upp til að lifa svona lífi. Hvern eyri varð að nota skyn-
samlega. Þú varðst að bæta og setja bót á bót bæði á rúmföt og
klæðnað svo að það entist sem Iengst. Sjálf slepptir þú stundum
máltíð, til þess að ég væri ekki svangur. En á þessum erfiðleika-
tímum held ég, að þú hafir aldrei skuldað einn eyri. Ég var stoltur
af þér þá. Ég er það enn. Ég held þér hljóti að þykja skrýtið,“
hélt hann hikandi áfram, „eftir það uppeldi, sem ég fékk, að ég
vanrækti kristileg efni og gekk að eiga stúlku eins og Elaine,
sem enga samúð hefir með þeim. En það var erfitt í hernum að
vera sannfæring minni trúr. Ég er fremur veikgeðja. Friður, hvað
sem hann kostar, hefir verið lífsspeki mín. Ég fylgdist með fjöld-