Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 172

Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 172
172 NORÐURLJÓSIÐ „Elaine er þreytt og áhyggjufull,“ sagði hann, konu sinni til afsökunar. „Líklega er bezt, að ég segi þér svolítið meir, og þá skilur þú þetta. Við urðum að steypa okkur í stórskuldir til að fá þennan stað, og hann er afardýr í rekstri. Eg hefi allgóð laun, en þau hrökkva ekki til. Elaine lagði aleigu sína í verzlunina, sem hún rekur, og vinnur allt of mikið til að láta sameinaðar tekjur okkar hrökkva fyrir þörfum okkar. Til þess að búa hér og njóta félagsskapar nágranna sinna, þarf maður að eiga allt hið sama og þeir. En bifreiðina, sem ég ek í, á ég alls ekki. Hún er eign félagsins, sem ég vinn hjá. En það vita nágrannarnir ekki! Sjón- varpstækið, plötuspilarinn, ísskápurinn, ,drauma eldhúsið1, allt er þetta fengið með afborgunum. Og seljist lítið í búðinni hjá Elaine, ef við getum ekki staðið í skilum með afborganir, þá er voðinn vís. Launin mín hrökkva ekki fyrir þessu, alveg sama hve lengi sem ég vinn.“ „Ég skil þetta,“ sagði Elízabet. „Ég hafði ekki gert mér ljóst, hvílíka byrði þú þarft að bera. Svo bætist ég við hana. Þú verður að láta mig hjálpa eitthvað til. Annars get ég ekki verið kyrr.“ „Vitleysa! Það kostar ekkert að hafa þig hér.“ „Ég gæti farið í elliheimili,“ mælti hún. „Érá hvaða sjónar- miði, sem það er skoðað, þá er betra fyrir þig og Elaine að hafa húsið út af fyr.ir ykkur.“ „Eins og ég mundi láta þig gera það, eftir allt það, sem þú gerðir fyrir mig, þegar ég átti engan annan að og engan stað að fara til,“ svaraði hann blíðlega. „Gleymdu þessu nú. Ég sagði þér frá þessu, til þess að þú skyldir skilja, hvers vegna Elaine er svo tannhvöss stundum, og hvers vegna hún kostar svo kapps um að halda okkur til jafns við fólkið, sem verzlar við hana.“ Hann settist niður, skyndilega hnugginn. „Ég býst við, að ég hafi valdið þér miklum vonbrigðum, Elízabet frænka. Þú ólst mig ekki upp til að lifa svona lífi. Hvern eyri varð að nota skyn- samlega. Þú varðst að bæta og setja bót á bót bæði á rúmföt og klæðnað svo að það entist sem Iengst. Sjálf slepptir þú stundum máltíð, til þess að ég væri ekki svangur. En á þessum erfiðleika- tímum held ég, að þú hafir aldrei skuldað einn eyri. Ég var stoltur af þér þá. Ég er það enn. Ég held þér hljóti að þykja skrýtið,“ hélt hann hikandi áfram, „eftir það uppeldi, sem ég fékk, að ég vanrækti kristileg efni og gekk að eiga stúlku eins og Elaine, sem enga samúð hefir með þeim. En það var erfitt í hernum að vera sannfæring minni trúr. Ég er fremur veikgeðja. Friður, hvað sem hann kostar, hefir verið lífsspeki mín. Ég fylgdist með fjöld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.