Norðurljósið - 01.01.1966, Page 149

Norðurljósið - 01.01.1966, Page 149
NORÐURLJÓSII) 149 Molar frá borði meistarans (Greinir handa lœrisveinum Krists.) 1. Lífið, sem sigrar. Eftir Charles G. Trumbull. Eftirfarandi grein er þýðing á litlu riti, sem ég hefi rekið mig á öðru hvoru undanfarin 30 ár eða svo. Boðskapur hennar hafði mikil og blessuð áhrif á mig. — Ritstj. Það er aðeins eitt líf, sem sigrar; og það er líf Jesú Krists. Sérhver maður getur öðlazt það líf; sérhver maður getur lifað því lífi. Eg á ekki við það, að sérhver maður geti orðið líkur Kristi. Ég á við eitthvað, sem er miklu betra en það. Eg á ekki við, að sérhver maður geti fengið hjálp Krists; ég á við eitthvað, sem er betra en það. Ég á ekki við, að maður geti fengið kraft frá Kristi; ég á við eitthvað, sem er langtum betra en það. Og ég á ekki við, að maður geti frelsazt frá syndum sínum og varðveitzt frá að syndga; ég á við eitthvað, sem er jafnvel betra en slíkur sigur. Til þess að skýra, hvað ég á við, verð ég að segja ykkur frá nýlegri einkareynslu minni. Ég held ég fari rétt með, þegar ég segi, að ég hefi reynt flestum öðrum meira af hrösunum, svikum við Krist og vanheiðrun hans, af óhlýðni við himneskar vitranir, að ná ekki því, sem ég sá aðra menn höndla, sem ég vissi, að Kristur vænti af mér. Ekki er mjög langt síðan, að ég hefði orðið að nema hér staðar og segja það eitt, að ég vonaði, að sá dagur rynni, að ég yrði leiddur út úr þessu inn í eitthvað betra. Ef ég hefði verið spurður, hvernig það mundi gerast, hefði ég orðið að segja, að ég vissi það ekki. En þakkir séu langlyndri þolin- niæði Krists og óendanlegum kærleika hans og miskunn, að ég þarf ekki að nema þar staðar, heldur get ég haldið áfram að segja frá einhverju, sem meira er en vesöl saga af hrösunum mín- um og vonbrigðum. Þær voru nógu ákveðnar, þarfirnar, sem ég vissi af hjá mér, áður en mér hlotnaðist þessi nýja reynsla af Kristi, sem ég ætla að fara að segja frá. 1. Andlegt líf mitt var stöðugum breytingum háð í vitundar sambandi mínu við Guð. Stundum var ég uppi á andlegum hæð- um, stundum var ég niðri í djúpunum. Oflugt, vekjandi trúaðra-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.