Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 3
NORÐURI.JÓSIÐ
3
Nokkru seinna kom í ljós, að þörf var á manni, sem væri í
sendiferðum á milli Noregs og Svíþjóðar. Öyvind tók að sér
þessa þjónustu, sem tókst vel, uns hann var handtekinn,
settur á bak við lás og loku í Torsby.
Oft vitnar hann um það nú.
Það er svo margt á vorum dögum, sem að álitum er fagurt
á andlega sviðinu. í raunveruleikanum dregur það oss brott
frá Guði og inn í eitthvað, sem mennirnir hafa búið til. í
staðinn fyrir að gefa oss nýja næringu í trúarlífinu, þá fjar-
lægir það oss meir og meir frá sannleika biblíunnar.
Þess vegna verð ég reiður, segir Öyvind, er einhver reynir
að eitra „nestispakkann minn,“
Stríðið og fangelsisvistin tóku bæði enda. Var þá aftur
haldið heim til Noregs og Þrándheims. Hitti hann þar bráð-
lega Dagrúnu, er hann kvæntist síðar. Bæði voru þau með í
Betel og störfuðu þar.
Oft var það mjög erfitt, á þessum tímum, að fá nauðsyn-
legustu vörur. Þá datt Öyvind í hug; að fara að smygla inn
vörum frá Svíþjóð. Hófst nú það, er hann kallar „Úr-tími
ævinnar“. (Missti tími).
Tíminn í Svíþjóð hafði veitt honum mörg góð sambönd
við verslanir, og hann gat fengið mikið af armbandsúrum.
Vandamálið var aðeins, hvernig þeim yrði komið inn í Noreg
án þess, að tollverðirnir fyndu þau. En með hjálp vina sinna
gat hann komið þeim fyrir í varahjólinu. Er tollverðirnir
spurðu, hvort nokkur tollvara væri með, þá svaraði Öyvind
neitandi. Eðlilega var það vitlaust af mér að ljúga, en ég
skammaðist mín ekkert fyrir að smygla. En sambandið við
himininn var rofnað. Það var sem komið væri rusl í bensín-
leiðsluna, sem ég var ekki fús til að fjarlægja. Ég var orðinn
fráfallinn maður.
40 ára flótti frá Guði
hetta var upphaf sorglegs og erfiðs tímabils. Með mælsku-
gáfunni, sem hann var gæddur, var enginn vandi að fá at-
vinnu, sem sölumaður, en vandamálið var áfengisnautnin,