Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 132
132
NORÐURIJÓSIÐ
Hún tók mig í faðm sér og mælti nokkur ástarorð í hálfum
hljóðum. Síðan festi hún á mig fallega brjóstnál úr gulli, og
var fagurlega grafið á hana skrítna og skemmtilega nafnið,
sem hún hafði gefið mér — „Villiblómið“.
Hið rétta nafn mitt er María Etheridge, en móðir mín hefir
jafnan nefnt mig þessu gælunafni, síðan ég var barn.
Eftir að við komum í húsið í skóginum, greip mig regluleg
ástríða til að grafa upp hvert villiblóm, sem mér tókst að
flytja, og gróðursetja það í garðinum okkar. Einn dag komst
það upp, hvað ég hafði fyrir stafni, og öll fallegu blómin mín
voru slitin upp úr beðunum og ég grét og andvarpaði sáran
yfir hálfvisnaðri blómahrúgunni á garðsstígnum.
Þar fann móðir mín mig, og ég bað þess milli gráthvið-
anna, að ekkert annað en villiblóm fengi að spretta í garðin-
um. Móðir mín svaraði rólega og einbeittlega, að það gæti
ekki orðið en ég hafði barnalegt dálæti á öllu því, sem spratt
viilt og afskiftalaust, og gat ekki skilið ástæðuna til þessa og
tók til að gráta og stynja á ný.
Þá tók móðir mín mig í faðm sér og mælti blíðlega:
„Hvað er þetta, María min! Þú virðist elska villiblóm meira
en allt annað. Upp frá þessu skal ég kalla þig litla villiblómið
mitt.“
Einhvern veginn var því þannig varið, að nafnið hafði
huggandi áhrif á mig, og það sem var enn undarlegra, það
festist við mig og gerði sambandið milli okkar móður minnar
skemmtilegra og innilegra.
Eins og nærri má geta, gladdist ég mjög yfir gjöfinni, sem
bar þetta nafn, og eftir að ég hafði ausið yfir hana þakklæti
og kysst hana lengi og ástúðlega, sagði ég:
„Þú ert sú eina, sem kallar mig „Villiblómið“. Faðir minn
gerir það aldrei.“
Við þessi orð brá móður minni svo mjög, að það var eins
og dimmur skuggi hefði hrakið brott hvern sólargeisla. Mér
varð bilt við, því þó hún væri jafnan undarlega sorgbitin að
sjá, hafði ég aldrei séð slíkan angistarsvip á andliti hennar.
„Mamma, hvað er þetta? Hvað hefi ég sagt?“
Móðir mín reyndi, auðsjáanlega með miklum erfiðismun-
um, að stilla sig, og mælti með skjálfandi röddu: