Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 79
NORÐURI.JÓSIÐ
79
Sæll og skynsamur er sá maður, sem veit að hann er syndari,
því að hann mun leita sér lækninga, alveg á sama hátt og
maður sem þjáist af einhverjum líkamlegum sjúkdómi, hann
leitar til læknis.
I Mark. 5. kap. lesum við um konu, sem hafði þjáðst af
ólæknandi sjúkdómi í 12 ár. Hún hafði liðið mikið undir
höndum margra lækna, og kostað til aleigu sinni, en engan
bata fengið heldur hafði henni farið versnandi. Þá segir í
sögunni: Hún hafði heyrt um Jesúm og kom nú í mann-
þyrpingunni að baki honum og snart yfirhöfn hans, því að
hún sagði: „Ef ég fæ snortið, þótt eigi sé nema klæði hans,
mun ég heil verða.“ Því næst lesum við: „Og hún kenndi á
líkama sínum, að hún var heil orðin af meini sínu.“ Þannig
sýndi Jesús sig bæði máttugan og fúsan til þess að hjálpa
öllum sem til hans komu og vildu fá hjálp.
Eins og við vitum, þá eru margir sem þjást meðal okkar í
dag. Já, það eru margir er örmagnast undir syndabyrðinni.
Samt sýnir staðreyndin okkur, að eins og var á dögum Krists,
þannig er það enn í dag, menn eru tregir til að fara til hans
með „smámuni“, og það virðist vera þannig, þó að menn viti,
að hann hjálpar öllum sem til hans koma, þá koma menn
samt ekki fyrr en engin önnur leið er til.
Þessi kona sem við lásum um, hafði reynt ýmislegt, en hún
fór ekki til Jesú fyrr en öll önnur von um bata var úti.
Hvernig er með þig vinur, sem finnur til óróa í sál þinni? Þú
hefur sennilega heyrt um Jesúm, en hefur þú farið til hans?
Ef þú vilt fá frið í sál og samvisku, þá er ekki um annan lækni
að ræða, eins og eitt sálmaskáldið orti um: „Hver er sá er
getur hjálpað, þegar hrellir sorg og synd, þegar sál vor þráir
hvíld og frið og ró, sem oss fyrirgefning veitir, og hvers
blessuð benjalind, gerir bljúgan anda hreinan eins og snjó?
Það er einn, aðeins einn, Guðs almáttugi sonur Jesús einn.“
Þú sem hefir heyrt um Jesúm Krist, taktu á móti hjálp-
ræðinu, sem hann býður. Það er engin nýlunda, að menn
hafa sýnt úrræðaleysi, þegar um eilífðarmálin er að ræða. í
dag er slíkt úrræðaleysi óþarft, a.m.k. fyrir þá sem hafa heyrt
um Jesúm. Hinn eilífi Guð hefir einmitt opinberað okkur
leyndardóminn í honum. Og ef einhver er ráðalaus í dag, þá