Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 120
120
NORÐURIJÓSIÐ
fjöllum: „Standið upp, förum upp til Síonar til Drottins,
Guðs vors.“
í tengslum við endurreisn Gyðinga finnum vér að þetta er
boðorð, gefið oss. Hinn Hæsti Guð er sá, er talar hér, áminnir
oss, að vér berum áhuga fyrir velferð fólks hans. Ástundunar
efni og eigi lítið er það.
í öðru lagi: í kristnum heimi er lítill gaumur gefinn Gyð-
ingum. En Guð segir við oss: „Fagnið yfir Jakob með gleði
og kætist yfir öndvegisþjóð þjóðanna.“ Hér er augljóst, að
vér eigum að hafa fyrir augum þau áform, sem Guð hefir
viðvíkjandi þeim.. .. Hins vegar er það efni auðmýkingar,
hve áhugalausir vér höfum verið hingað til. (Lauslega þýtt á
stöku stað).
Spyrja má: Þar sem Rússar eru þjóðin yst í norðri (miðað
við Gyðingaland), hvað mun geta komið fyrir, sem komi
þeim til að reka þessa Gyðinga svo skyndilega í burtu? Núna
eru þeir réttlausir menn. Ef Gyðingur biður um nafn-
skírteini, fær hann aðeins miða, stimplaðan með orðinu:
Gyðingur.
(íslenskað hefir: S.G.J.).
Óvenjuleg ákæra
Maður heitir George Vins (Faðir Lísu Vins, er sagt var frá í
Nlj. 1983). Hann var kærður og mætti fyrir rétti. Borið var
honum á brýn, að hann væri höfundur 23. Sálmsins í Biblí-
unni. í Sovét-ríkjunum, segir hann, hafði ég samband við
2000 söfnuði fólks, er kristið var og ofsótt vegna trúar sinnar.
Sökum starfs míns meðal þessara safnaða, var ég tvisvar
tekinn fastur og dæmdur til fangelsisvistar. Yfirheyrslan
síðari var í Kiev. Margar voru sakirnar á hendur mér. Ég var
kærður fyrir að skipuleggja starf meðal barna, víðs vegar um
landið, skipuleggja starf meðal kristinnar æsku og að verja
kristna menn, sem voru ofsóttir.
Ein ákœran var cerið frumleg. Sovéskur réttur bar það
fram, að ég hefði ritað 23. Sálminn í Biblíunni. Fundist hafði