Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 41
NORÐURIJÚSIÐ
41
dagskvöldum, en voru nú fluttar á þriðjudagskvöld. Fólkið,
sem gekk framhjá salnum á mánudagskvöldið, sá, að hann
var ekki uppljómaður. Þar með flaug af stað sú fregn: að við
héldum bænasamkomur í myrkri.
Höfundur leikritsins, er var framgjarn, setti á svið það, sem
hann hélt að væri bænasamkoma. Á gólfinu veltu leikendur
sér með afkárahætti. Ljósið var dauft, guðræknilegt ljós.
Fólkið flutti kímilegar bænir. Mannfjöldinn, sem var í Sam-
komuhúsinu, öskraði alveg af hlátri. Maðurinn, er sá um
þessa samkomu, var séra Gaukur, orðaleikur með nafnið
mitt, Gook.
Einn af þeim, er horfðu á, var ungur, danskur maður, sem
kominn var nýlega frá Kaupmannahöfn. Helstu kaupmenn á
Akureyri höfðu fengið hann hingað, til að stofna klæð-
skera-deild. Það voru nýir, íslenskir kunningjar hans, er
boðið höfðu honum með sér í leikhúsið. Vér viljum kalla
hann Larsen. Það er ekki hið rétta nafn hans, en það nægir
tilgangi sögunnar, en sönn er hún í alla staði. í æsku sinni
hafði hann játað að hafa snúið sér til Krists. En fráfallinn
hafði hann verið nú í nokkur ár, úti langt á vegum syndar.
Aldrei hafði hann séð nokkuð líkt þessu! Jafnvel á hinum
auvirðilegustu skemmtistöðum, sem til eru í Danmörku, þar
yrði ekki gert svo óskammfeilið gys að guðlegum hlutum.
Ekki gat vor ungi vinur skilið íslensku. En hann gat séð, hvað
skrípaleiknum var ætlað að tákna. Og honum blöskraði, að
samfélagshópar þeir, sem hann var nú kominn í á Akureyri,
skyldu hafa gaman af slíku guðlasti. Á bænasamkomum
hafði hann verið sjálfur — á betri árum.
Skelfdur og stunginn af blygðun ákvað hann, að slíta öllu
samfélagi við félagsskap þennan, er var svo guðlaus.
Ákafur spurði hann, hver sá væri, sem skopast var að, og
hvar hann ætti heima? Ég verð að finna þennan mann, er
hefur upp merki Krists í kringumstæðum svo óguðlegum,
sagði hann við sjálfan sig. Það er eina vonin mín.
Mánudagsmorgunn kom. Mátti þá líta prúðbúinn, ungan
mann — þótt hann hugsaði mikið um, að enginn sæi hann,
— ganga um götuna fram og aftur, er trúboðshúsið stendur
við, þrisvar eða fjórum sinnum. Tækifærið greip hann, er