Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 131
NORÐURIJÓSIÐ
131
Einn af þeim, sem faðir minn komst í kynni við, var lærður
aðalsmaður, sem virtist leggja stund á hin sömu viðfangsefni
og hann. Hann hét Clivesden lávarður og var hann eigandi
að skóginum mikla, sem bar nafn hans. Hann fór undir eins
að leggja að föður mínum með að hætta kennslustörfum við
latínuskólann og verja tíma sínum og hæfileikum til að halda
fyrirlestra og stunda ritstörf, og bauð honum um leið
„Heimajörðina“ til afnota fyrir sama sem enga leigu. Þessi
samastaður var ágætlega vel til þess fallinn, að faðir minn
gæti stundað störf sín í næði.
Og svo fluttum við í húsið í gamla, stóra skóginum, og ég
hafði í barnslegri gleði minni ekki haft tilfinningu fyrir öðru
en frelsinu og fegurðinni, sem hinn nýi samastaður minn
hafði að bjóða og hann varð mér kærari dag frá degi.
Ég hafði í nokkur ár stundað nám með börnum prestsins
við litlu kirkjuna, í nánd við hinn skrautlega bústað Clives-
dens lávarðar. En nú var sú fjölskylda farin, og ég var loks
enn þá einu sinni frjáls að lifa og láta eins og ég vildi, því
þessi fagri sunnudagsmorgun — seytjándi júní — var hinn
langþráði seytjándi afmælisdagur minn.
Ég beið við opinn gluggann á herbergi mínu þangað til
hringt var til morgunverðar. Þá fór ég ofan og settist að
máltíð með föður mínum. Móður minni virtist hafa hnignað
enn meir síðustu mánuðina og hún fór aldrei út úr herbergi
sínu fyrri hluta dagsins.
Faðir minn bauð mér góðan daginn eins og úti á þekju, og
sökti sér svo aftur niður í það, sem hann var að lesa. En ég var
nú orðin slíku svo vön.
Mig langaði einungis til þess, að hann hefði munað eftir
því, að þetta var afmælisdagurinn minn, og bætt einhverju
hlýju orði við hina venjulegu morgunkveðju. Ég andvarpaði,
og fór svo að hella kaffinu í bollana og gegna þeim smávegis
skylduverkum, er hvíldu á mér í húsmóður stað við morg-
unverðarborðið, og huggaði mig með því, að ég mundi eiga
vísan hlýjan koss og ástarorð hjá móður minni, og ég varð
ekki heldur fyrir vonbrigðum. Hálfri stundu síðar kraup ég
við legubekkinn, sem hún hvíldi á. Sólargeislarnir skinu glatt
á hana og slógu gullnum bjarma á hár hennar.