Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 45
NORÐURIJÓSIÐ
45
mun vera: á brúninni (Klettabrún) og á árbakkanum, er gátu
séð allt, er fram fór, þá sagði hann: Láttu mig segja þeim frá
því, hvers vegna ég geri þetta. Bar hann fram ágætan vitnis-
burð um dauða og upprisu Drottins vors Jesú Krists og kraft
hans í líferni þeirra, sem elska hann.
Þegar ungfrú Christiansen fékk að vita, að ástvinur hennar
hafði verið skírður í raun og veru, gat hún ekki þolað þá
hugsun að hann hafði verið afvegaleiddur og fráhverfur
gjörður feðratrú þeirra. Viss var hún um það: Gæti hún sjálf
talað við hann, þá gæti hún unnið á móti kenningum trú-
villinga, og látið hann hlusta á skynsamleg rök. Það var með
þetta háleita áform í huga, að hún yfirgaf heimili sitt og
ættingja og hélt alein til íslands frá Kaupmannahöfn. Er hún
kom, frétti hún, að „villutrúarmaðurinn“ væri á Englandi, til
að dveljast þar um tíma. Þar sem efni hennar voru ekki mikil,
fékk hún vinnu sem stofustúlka. Hófst hún þá handa að
sinna því hlutverki að leiða „afvegaleiddan unnustann“ aftur
inn í hjörðina.
En Larsen hafði ekki anað áfram, er hann fór inn á
brautina sína nýju. Vandlega hafði hann íhugað, hafði kraf-
ist: „Svo segir Drottinn“ í hverju atriði. Vandlega hafði hann
íhugað, í ljósi alls Nýja testamentisins, er hann hafði athugað
á þann hátt sem hann hafði aldrei áður gjört. Hann var því
orðinn fullfær um að gefa ástæðu fyrir hverju spori, sem
hann hafði stigið.
Nú var það ungfrú Christiansen, er varð fyrir reynslu, sem
lítillækkaði hana mjög. Hún varð að kannast við — eftir
allmiklar sálarþjáningar, að þær skoðanir, sem hún hafði
haft á skírninni og virt mikils, áttu engan grundvöll annan en
það, sem henni hafði verið sagt. f Orði Guðs var hann ekki.
Er ég kom aftur heim til Akureyrar, var ungfrú Christiansen
tilbúin að láta skírast. Einnig komst ég að því: að indælt,
kristilegt hugarfar hennar, hafði unnið sér kærleika og virð-
ingu allra hennar systra í Kristi. Við heyrðum aldrei minnst
á, að nokkur annar kærleikur, en kærleikur til sannleikans,
stjórnaði gerðum hennar.
í smábæ sem Akureyri, er öllum kunnugt um það, sem
gerist, þá hafði þetta litla ástarævintýri vakið talsverða at-