Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 92
92
NORÐURIJÓSIÐ
þótti þetta leiðinlegt og velti fyrir mér, hvað ég gæti gjört.
Færi ég í áttina til fuglsins, gæti hann orðið hræddur og
flogið brott. Sýnst gæti honum vatnsdiskurinn vopn, er beint
væri gegn honum. Ég beið því. Hann hélt sér í jafnvægi með
kvaki, sem kallaði á hjálp. Er hann hafði endurtekið þetta,
leit hann niður, líkt sem hann kæmi auga á eitthvað, sem
gagn væri að. Fylltur af lífi og fjöri flaug hann að staðnum,
— ofurlitlum vatnspolli. Hamingjusamur hoppaði hann að
þessum litla polli og drakk með hjartans ánægju. Með
hverjum dropa hóf hann upp höfuðið með þakkargjörð til
Gjafarans. Er þorsta hans var svalað, hagnýtti hann síðustu
dropana til að snyrta stél, brjóst og vængi. Síðan flaug hann á
brott „Verið því óhræddir; þér eruð meira verðir en margir
spörvar.“ (Matt. 10. 31.).
ímyndað samtal
Rauðbrystingur sagði við spörfugl: Mér þætti í raun og veru
gaman að vita, hvers vegna þessar mannlegu verur þjóta um
og eru svo áhyggjufullar?
Spörfuglinn svaraði og sagði við rauðbrystinginn: Vinur,
ég held, að þetta hljóti að vera þannig: Þær eiga engan
himneskan Föður, sem annast um þær eins og þig og mig.
Nafnið hans er undursamlegt
Nafn hans skal kallað: Undursamlegur, Ráðgjafi, hinn
Máttugi Guð, Eilífðar Faðir, Friðarhöfðinginn.
Fólgið er þetta í fimmfalda nafninu hans. Sérhvert þeirra
lýsir eðlisfari hans, en frá ólíku sjónarmiði. Undursamlegur
hvað hann er í eðli sínu: Undursamlegur. Nafnið Ráðgjafi
birtir einnig, hvað hann er. Eðlisfari Drottins lýsa nöfnin
hans öll, og hvað hann megnar. Nafnið hans, er í sér felur öll
hin, er þetta: „ÉG ER SA, SEM ÉG ER.“ Hinum heilögu