Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 53
NORÐURIJÓSIÐ
53
Fom-Bretar
Eftir dr. Francis Thomas
Vér ættum nú, á þessum tímum, að vera vaxnir upp úr þeim
tilbúningi, sem vér lærðum á skóladögum vorum: „að
Forn-Bretar voru villimenn og gengu nálega naktir og mál-
uðu líkami sína.“ Yeatman ritar í History of Britain’s
Common Law. (Saga breskra sameiginlegu laga:).
Öldum áður en Rómverjar náðu fótfestu í Bretlandi, bjó
þar siðfágað og skynsamt fólk, með eigið kerfi lögfræði, sem
jafnvel bar af lögum Rómar.
Vér lærum, af öðrum ritum mannkynssögunnar, að trúar-
legt líf Breta var í höndum Drúídanna. En sannað hefur
verið, að þeir voru ísraelsmenn.
í bók sinni, „Trúarbrögð Forn-Breta“ 2. kafla, ritar George
Smith: „Líkingiri með trúarbrögðum Drúída og forfeðra
Hebrea er mjög augljós. í sumum atriðum er hún alveg
merkilega lík.“
Dean Pryce ritaði árið 1876: (Ancint British Church.)
Forn-breska kirkjan:
„Á þessu fjarlæga horni jarðarinnar, en greint frá öðru í
heiminum ... var verið að undirbúa fólk handa Drottni.“
„Kristindómurinn kom tilþessa lands þegar í stað eftir pínu
Drottins, dauða og upprisu. “ Og vér vitum, að Jósef frá
Arimaþeu ásamt mörgum af samlöndum hans, hafði stofnað
söfnuð hér um það bil 10 árum áður en fagnaðarerindið
heyrðist í Róm. Það er skilið þannig, að The Doomsday
Book, (Dómsdagsbókin) sem nú er geymd í British Museum
(Breska fornminjasafninu), skýri frá komu Jósefs frá
Arimaþeu, Lasarusar, Mörtu og Maríu ásamt öðrum, sem
ofsóttir höfðu verið af Gyðingum, og sem komu til Glaston-
bury.
Polydore Vergil, sem uppi var á dögum Hinriks 7. og Pole
kardináli, fullyrtu báðir í þinginu: að Bretland hafði fyrst af
öllum tekið kristna trú.
Eusebius (264-340), kallaður „Faðir kirkjusögunnar rit-
aði: „Og Theodorot, guðfræðingur mikill á 3. öld, sagði: Páll
flutti hjálpræðið til eyjanna, sem liggja í úthafinu.“