Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 52
52
NORÐURIJÚSIÐ
Guð hefði ekki einungis heyrt heldur líka svarað bænum
þess. Svo sterk var sú tilfinning, að það gat ekki haldið áfram
að biðja, en stóð upp og fór að syngja Guði lof.
Heilagur Andi var að vitna í hjörtum fólksins, að Guð hafði
gjört kraftaverk á Ítalíu.
Fullvissa þessi um sigur var svo sterk, að einhver, sem
viðstaddur var, mátti til með að líta á klukkuna, þegar það
byrjaði að syngja, til að sjá, hvenær sigurinn vegna bænar
kom. Það var á slaginu kl. 11 fyrir miðnætti. Miðnæturfrétt-
irnar staðfestu, að hersveitir okkar ættu í sönnum erfiðleik-
um. Væru þar í mikilli hættu, að missa þá fótfestu, sem þær
höfðu náð á ströndinni, áður dagur rynni upp. Bænasam-
komu-fólkið var öruggt um, að eitthvað hafði gjörst þar.
Fimmtudagsmorgun, i sömu viku, stóð á forsíðu eins
dagblaðsins með stórum stöfum: Kraftaverkið hjá Salerno.
Fréttaritari var með í fremstu víglínu, er innrásin var gjörð í
Salerno á mánudag. Stórskotalið var á hraðri framsókn.
Skotið var án afláts. Hávaðinn var hræðilegur. Augljóst var,
ef ekki gerðist kraftaverk, var ekki unnt að halda þessari stöð
nógu lengi, til þess, að staða okkar þar, væri trygg. Skyndi-
lega, án þess að við gætum fundið nokkra ástæðu til þess,
hætti skothríð óvinanna. Framsókn stórskotaliðsins stöðv-
aðist. Yfir umhverfið lagðist dauðaþögn. Við biðum í ofvæni,
en ekkert gerðist. Ég leit á úrið mitt. — Klukkan var ellefu að
kvöldi. — Við biðum enn, en ekkert gerðist alla þá nótt. En
þessar stundir urðu allar innrásinni í hag. Er morguninn
kom, var staða okkar trygg.
Þetta er annað furðulegt dæmi þess, hvernig Guð vann
með okkur á þessum mikilvægu dögum, svo að hann lagði
jafnvel byrði bæna í hjörtu trúaðs fólks, sem var í mörg
hundruð mílna fjarlægð, sem ekki gat með nokkru móti
vitað, hvað var að gerast, á orustusvæðinu, og gjörði það fært
um að sigra í bæn.
(Þýtt úr „The Flame,“ (Loginn) sept.:okt. 1982 (S.G.J.).