Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 69
NORÐURI.JÓSIÐ
69
Rut, var trúuð. Hún skildi eftir boðskap þann, að hann
þarfnaðist hjálpar okkar, svo að ég hringdi til þessa ókunna
manns.
Ég hafði þá tilfinningu, að þú mundir hringja, sagði
Mikael, er ég hafði kynnt mig.
Jæja, hvað get ég gert fyrir þig? Vonaði ég, að hann mundi
verða opinskár, ræða sína erfiðleika við mig. Ég vissi ekki,
hvert vandamál hans var. En ég fann á augabragði, að al-
varlegt var það.
Ég er fullur örvæntingar, og ég veit ekki, hvað á að gera.
Fjölskylda mín, hún reynir að hjálpa mér, á allan hátt, en ég
held alltaf áfram að bregðast henni.
Þá gerði hann mér bylt við, er hann kom með játningu: I
raun og veru vildi ég drepa mig, en ég elska konuna mína og
litla barnið of mikið. Ég blátt áfram veit ekki, hvað ég á að
gera.
Vandamál Mikaels voru fíkniefni. Hann hafði verið að
fylgja einhverjum ráðum, sem eyða áttu ílöngun hans. Hún
var of sterk. Hann gat ekki hætt við þau. Reglunum gat hann
ekki fylgt.
Allir þeir peningar, sem hann vann fyrir, fóru fyrir fíkni-
efni á augabragði. Líkami hans sagði honum, að þau væru
algjör nauðsyn. Hann var að missa fjölskyldu sína frá sér, og
jafnvel konan hans var tilbúin að hætta við hann. Hvernig
gat hann haldið áfram?
Margsinnis hafði systir hans sagt honum áður, að Guð
gæti fyrirgefið honum. En Mikael hafði aldrei lesið Biblíuna
og fann enga þörf á því að finna, hvort hún væri sönn. Eigi að
síður, það, sem talaði til hans var: að Guð gæti þurrkað út,
afmáð allt, sem var á spjaldinu hans, hjálpað honum til að
byrja á ný. Ég lét hann heyra úr 1. bréfi Jóhannesar, fyrsta
kafía 9. grein. (Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri
synd.). Skyndilega fékk hann áhuga fyrir því: að vita ná-
kvæmlega, hvernig Guð gæti hreinsað hann.
Ég sagði Mikael frá reynslu minni af áfenginu, er ég var í
menntaskóla. Jafnvel þótt vandamál mitt væri ekki eins
mikið og hans, þá gat ég skilið, hvernig honum leið.
Jesús var hinn eini, sem lífi mínu gat breytt, sagði ég til