Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 141
NQRÐURIJÓSIÐ
141
kosti þig ást þess, er þú elskar, og allt það, sem í augum
ungrar stúlku er eftirsóknarvert.
Þetta hefir verið sorgleg saga fyrir þig að heyra á af-
mælisdaginn þinn, en ég fann að þú áttir að þekkja hana. Þú
getur ekki gert þér í hugarlund, hvað ég hefi tekið nærri mér
að segja þér hana. Láttu mig nú vera eina dálitla stund. Ég
heyri að verið er að hringja til morgunguðsþjónustu. Þú hefir
enn tíma til að fara þangað. Leitaðu Krists, — ó, leitaðu
hans, María, meðan hann er að finna!“
Móðir mín lokaði augunum, eins og hún væri orðin upp-
gefin. Ég þrýsti löngum, innilegum kossi á enni hennar, og
gekk svo hljóðlega burt.
III.
Spurning, sem ég gat ekki svarað
Var það mögulegt, að ég væri sama stúlkan, sem fyrir
fáeinum klukkustundum dreymdi dagdrauma við opinn
gluggann, og hugði að enginn staður á jarðríki, gæti jafnast á
við þann, sem ég kallaði heimili mitt?
Klukknahljómurinn barst unaðsþýtt gegnum skóginn;
fuglarnir sungu glaðlega yfir höfði mér, og lítill, brúnn íkorni
þaut yfir götuna, neðan undir trjánum, rétti sig upp sem
snöggvast með villt jarðarber milli framfótanna, sem hann
beit í með bestu lyst. En er hann kom auga á mig, skaust hann
sem elding upp háan, beinan trjástofninn, og hvarf mér
sjónum milli greinanna. Skógurinn i kringum mig var að öllu
hinn sami og áður, það var ég, sem hafði breyst, og hlutirnir
gátu aldrei framar litið eins út í augum mínum og áður.
Það virtist eins og ég væri, á þessum afmælisdegi mínum,
leidd inn í nýjan heim undra og sársauka, og þrátt fyrir hið
heita júní-sólskin, sem glóði milli trjánna, fékk ég hvert
skjálftakastið eftir annað.
Undarleg tilfinning gagntók mig; eitthvað algerlaga nýtt
og óþekkt. Lífið var ekki eintómt blómskrúð og sólskin; ekki
Paradís endurtekin, eins og mér var svo kært að hugsa mér
það. Nú þekkti ég hinn hræðilega dimma skugga, sem hvíldi