Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 78
78
NORÐURI.JÓSIÐ
Prédikari býr í mér, segir Sven Stolpe. Sem rithöfundur vildi
ég helst að ég gæti eingöngu sinnt þeim vandamálum sem
eru kristileg. Ég vil komast út fyrir kirkjuna með það, sem ég
hefi að segja. í rauninni dreymir mig leynilega um það, að ég
fái að standa á torginu og tala um Jesúm.
Einu sinni á ævinni var ég sannfærður guðleysingi. Ég
áieit, að kristna trúin væri barnaleg og gildislaus. En svo
komst ég í samband við sannkristið fólk. Ég uppgötvaði
brátt, að það átti eitthvað, sem var leyndardómsfullt, öryggi
og innsæi, sem ég átti ekki. Þannig vaknaði forvitni mín, og
ég komst til trúar. Ég hefi séð, í eigin reynslu minni, að
máttur Jesú á sér engin takmörk.
(Þýtt úr Livets Gang).
(S.G.J.).
Hefir þú heyrt um Jesúm?
í Orðskviðunum kap. 14 segir á þessa leið. „Margur vegurinn
virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.“ Nú er ekki nema
sanngjarnt að spurt sé: Getur þetta átt við mennina í dag, því
að samfélagið er orðið svona háþróað. Menn eru orðnir svo
vel upplýstir, að það á sér varla hliðstæðu í heimssögunni. Já,
getur það verið þannig, að menn álíti sig vera á réttri leið, en
glatist samt að lífi loknu?
Biblían talar oft og mjög skýrt um syndina, sem skilur
okkur frá Guði. Boðskapur hennar er mjög ákveðinn, þegar
um er að ræða syndugt líferni. Ef menn halda áfram í synd-
inni, þá verða endalok þeirra í Helju. Þetta eru alvarleg orð,
en sönn, þess vegna er skynsamlegt að gera sér grein fyrir
hvar við stöndum. Menn eru yfirleitt mjög tregir til að við-
urkenna fyrir sjálfum sér, að þeir séu syndarar. Varla er
nokkur maður svo blindur, að hann álíti sig syndlausan.
Flestir vita að þeir eru syndugir, þótt þeir haldi að þeir séu
ekki stórsyndugir. En nú segir Biblían okkur, að syndin skilji
okkur frá Guði. Guð kallar það synd, sem að okkar dómi er
smá-synd, en hún er samt synd. Biblian segir ennfremur: