Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 94
94
NORÐURLJÓSIÐ
fram yfir það. Sumt fólk missir af blessuninni, af því að því
finnst, að með einkamál sín geti það ekki nálgast Guð.
Barnsleg trú öðlast mest. Mikilmennin sönnu eru auðmjúk
og börnum lík. Slíkt á ekki að fyrirlíta, eins og þeim er gjarnt
að gjöra, sem hugsa, að Guð sé einhver ókunn æðsta vera svo
fjarlæg að nálgast hana geti enginn. Of fullorðinn er þá
maðurinn orðinn, til þess að Drottinn geti gert nokkuð fyrir
hann, er máli skiptir. Þess vegna sagði Drottinn: „Nema þér
snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himna-
ríki.“ Þetta sýndi Drottinn sjálfur, meðan hann lifði í algerri
undirgefni við Guð, meðan hann var hér á jörðu. Afstaðan
gagnstæða að vér gefum Guði engan gaum, hryggir hann
mest, að vér breytum eins og hann væri fjarlægur oss og
afskiptalaus. Þetta að lifa óháður Guði, hefir leitt hann niður
aðsvínadrafi heimsins. (Lúk. 15. 11 .-24.). Hitt: aðveraGuði
háður sem barn föður, hefði látið hann njóta „alikálfsins“ á
borði föðurins. Nýtur faðir fjarvistar sonar, sem vill vera
honum óháður? Eða er húsbóndinn ánægður, ef vinnumaður
hans er að sýna honum hroka? Áreiðanlega ekki. Hugsa þú
um sjálfan þig og barn og þá afstöðu, sem eðlilegust væri
ykkar í milli, unaðarríkust og ánægjulegust. Síðan gjörir þú
samanburð á þessu og afstöðu þinni til hans. Maðurinn
þarfnast þess, að hann komist á ný til þeirrar afstöðu sem er
rétt gagnvart Guði, eins og sköpuð vera Skaparanum háð,
Föðurnum alnæga. Hann á að gera sér ljóst, hvílík blessun
þetta er, í stað þess að gera lítið úr slíkum forréttindum.
Golgata opnaði synd-hreinsandi lind og blessunar upp-
sprettu.
1. Undursamlegur
Fyrst af fimm nöfnum Drottins er Undursamlegur. Það
bendir á, að hann er sjálfur Undursamlegur og máttur hans
undursamlegur. Þannig er hann. Það er yfirlýsing sköpunar-
verksins. Endurfædda fólkið boðar það. Kraftaverk fylgdu
þjónustu hans, er sönnuðu það. Drottinn er, í innsta eðli sínu,
æðri öllu sköpuðu. Yfir náttúrulögmálum ræður hann, ef