Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 54
54
NORÐURIJÚSIÐ
Vísindin og Biblían
Eftir R. J. Suill
Harðar hnetur, sem vísindamenn mega brjóta.
Vísindin, eru stöðugt að leitast við að sanna: að Biblían sé ekki
Orð Guðs, hún sé skeikul, ráðast á allra fyrstu greinirnar í 1.
Mósebók. Halda þeir fram þeirri kenningu: að jörðin hafi
eitt sinn verið hluti af sólunni, þeytst frá henni sem logandi,
bráðin hrúga. Eftir miljónir ára kólnaði hún. Áttu sinn þátt í
því geysilegar úrhellisrigningar. Varð hún svo okkar núver-
andi heimur. Jarðstirnin hin eiga sama uppruna, eða svo er
okkur sagt. Tunglið hafði líka verið rifið út úr jörðinni,
meðan hún var bráðin. Það að jörðin er bráðin að innan, á að
vera sönnun fyrir þessu.
Við beitum nú ofurlítilli rökfrœði til að prófa pessar, svo-
kölluðu, vísindalegu staðhœfingar, og sjáum þá til, hvort þœr
standast.
Fyrst af öllu: Ef jörðin var nokkru sinni hluti af sólunni,
hvaðan kom þá vatnið, sem er í gufuhvolfi jarðar? Þegar
henni var þeytt burt frá sólunni, gat hún aðeins tekið með sér
lítinn hluta af andrúmslofti sólarinnar. En sólin hefir ekkert
andrúmsloft! Vatnið hefði þá líka orðið að vera í þessu sól-
ar-andrúmslofti (sem ekki er til). Það hlaut þá að vera í
hlutfalli við stærð jarðar og stærð sólar.
Þetta merkir, að allar þær miljónir smálesta af vatni, sem
úthöf okkar geyma, hefðu orðið að vera í (tilverulausu)
andrúmslofti sólar sem gufa. En þá hefði sólin orðið að
geyma, í gufumynd, samsvarandi magn af vatni. En þá hefði
sólin ekki sést vegna gufunnar, sem var umhverfis hana.
Hvernig eru hinar jarðst/örnurnar?
Ef þær urðu allar til á sama hátt og jörðin, þá ættu líka
afleiðingar þess að vera hinar sömu. Staðreyndin er, að vís-
indin hafa aldrei fundið á þeim andrúmsloft eða vatn. Gerir
þetta getgátuna ósennilegri. En bendir sterklega á skapandi
hönd Guðs. Steinarnir, sem geimfararnir komu með heim frá