Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 145
NORÐURIJÓSIÐ
145
Hádegisverðurinn var á enda, þessi stirðbusalega og
reglubundna máltíð, ótrufluð af lífgandi viðræðum eða
kærleikshótum, og Betsey, miðaldra, einstæðingslega vinnu-
konan okkar, var búin að taka af borðinu, og farin til her-
bergis síns, til að fá sér blund. Faðir minn var í lesstofu sinni,
og móðir mín sýndist uppgefin og hvíldi sig, og ég var alein
eins og vanalega.
Bráðlega komst ég út í skóginn og staðnæmdist í rjóðri
einu, sem fullt var af mjúkum mosa og burknum, og þar
hugðist ég að geta verið alein og ótrufluð.
Þar fleygði ég mér endilangri niður í grasið, opnaði Biblíu
mína við þau orð í öðrum kapitula Hebrea-bréfsins, sem ég
hafði þegar heyrt tvisvar um daginn, og las allan kapitulann,
en einhvernveginn gat ég ekki fylgst verulega með.
„Það hlýtur að vera eitthvað, sem ég verð að komast und-
an,“ hugsaði ég, „og það hlýtur að liggja einhver þýðing í
þessu: að „vanrækja hjálpræðið.“ Er þar átt við það. að
vanrækja kirkjugöngu? Eða er átt við það, að hirða ekki um
að vera nógu góður?“
Ég hnyklaði brýrnar og fletti blöðunum tilgangslaust
þangað til mér varð litið á aðra ritningargrein, er hljóðaði
svo:
„Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trúna, og það er ekki
yður að þakka, heldur er það Guðs gjöf; ekki af verkunum,
svo að enginn stæri sig.“
„Hólpnir", — ekki yður að þakka“, — ekki af verkunum“.
Ég endurtók orðin upphátt og bætti við: „Hvernig geta menn
þá orðið hólpnir? Móðir mín segist vilja að ég komi til Krists,
en hún hafnaði honum sjálf, svo hún getur ekki leitt mig til
hans. Ó, að einhver vildi koma og leiðbeina mér!“
Þá skrjáfaði allt í einu í runnunum efst í hamrabeltinu,
sem slútti yfir skógardalinn minn; síðan heyrði ég klifur og
að einhverjum varð fótaskortur. Og áður en ég gat sprottið á
fætur til að vita, hvað um væri að vera, sá ég eitthvað gráleitt
hrapa niður, lengra og lengra, innan um þétta nýgræðinginn,
í áttina til mín.
Mér varð svo bilt við, að ég gat ekki rótað mér. Hvað gat