Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
gekk ég nær, og þegar samkoman var á enda, stóð ég yst í
barnahópnum. Ó, María, litla villiblómið mitt, ég mun aldrei
meðan ég lifi gleyma þessu augnabliki. Ef ég einungis mætti
lifa það upp aftur, ó, þá mundi ég velja öðruvísi!
Einhver tiltók sálm, sem átti að syngja — sálm, sem ég var
af öllu hjarta reiðubúin að taka undir. Hann byrjaði svona:
„Svo aumur sem ég er, til þín
ég óðar flý, því vegna mín
þú bera máttir beiska pín,
Guðs blessað lamb------“
Allt að þessu söng ég með, en svo þagnaði ég. Síðustu
orðin, sem áttu að gera út um ákvörðun mína — „Ég kem! Ég
kem!“ — voru ótöluð, því rétt í þessu varð mér litið upp, og á
skemmtigönguflötinni fyrir ofan fjöruna sá ég föður þinn.
Svipurinn á andliti hans sagði mér hvað mundi bíða mín, ef
ég léti verða af því, að koma til Krists. Sorg, undrun og
hæðni-blandin meðaumkvun skein úr augum hans, er þau
mættu mínum. Hann gaf mér nákvæmar gætur, og þegar
hann sá, hvað ég var komin á flugstig með að gera, og ég leit
undan og roðinn þaut fram í kinnar mér, mundi ég eftir því,
að ég hafði heyrt eitthvert kvis um það, að Earle Etheridge
væri efasemdamaður og skeytti ekkert um andleg efni.
Á augabragði varð mér ljóst, um hvað ég átti að velja. Ég
vissi hvað það mundi kosta mig, að helga Kristi hjarta mitt og
líf. Og í kvöl sinni og angist gerði hjarta mitt uppreistn gegn
því.
„Ég get það ekki,“ kveinaði ég og draup höfði ennþá
meira, meðan orð sálmsins hljómuðu í eyrum mér:
„Þín guðdóms elska eilífleg
mér opnar gegnum þrautir veg.“
„Nei“ sagði ég við sjálfa mig. „Vegurinn til Krists er enn
ekki opinn fyrir mig; ein hindrun er ennþá eftir, sem ekki
hefir verið brotin niður — ást mín á Earle Etheridge. Ég get
ekki slept honum — ekki slept voninni um ást hans, sem ég