Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 111
NORÐURIJÓSIÐ
111
frá dögum Nehemía til Malakí. Gerðist þá margt byltinga-
kennt í sögu heimsins. Heimsyfirráðin fluttust frá Asíu til
Evrópu. Vér getum fylgst með örlögum Messíasar fólksins.
Tími Persa
Árið 538 réðust Medar og Persar á Babýlon. Heimsveldi
þeirra fékk sorgleg endalok. Spádómur Daníels, um fjögur
heimsveldi, var farinn að rætast. Eins og vér höfum þegar
sagt, stóð heimsveldi Persa í 100 ár. Lýkur þá frásögn Gamla
testamentisins.
Persneska stjórnin var umburðarlynd. Gegna mátti æðsti
presturinn þjónustu sinni. Og er land Gyðinga, Palestína, var
komið undir sýrlenska yfirráðamenn, þá naut æðsti prestur-
inn talsverðra réttinda í málum, sem komu stjórn landsins
við. En legu sinnar vegna á milli Persíu og Egyptalands, sætti
það búsifjum þungum, er þessar þjóðir háðu stríð. Er Aþenu
var kollvarpað af sigursælum, spartverskum her, þá reyndu
Grikkir að setja Kyros, bróður Artaxerxes Mnemon í pers-
neska hásætið. Artaxerxes sigraði þá, og hræðileg hermdar-
verk komu á eftir.
Furðuverk tímans
Alexander mikli
Sigurvegarinn máttugi fór nú að koma fram á valdasviðið,
Alexander mikli. Örlagatími Persaríkis var kominn. Tilbúið
var nú vopnið, er mola skyldi persneska ríkið. Geithafurinn
mikli, er Daníel hafði séð í sýn, 200 árum áður, kom úr vestri
til að velta tvíhyrnda hrútnum. Persneska ríkið var stórt, en
öllu hallaði undan fæti þar.
Alexander settist í hásætið, er hann var aðeins tuttugu ára
gamall. En á 13 árum breytti hann stefnu sögu mannkynsins.
Þar með kom þriðja heimsveldið fram, sem Daníel — réttara
Nebúkadnesar — sá í draumi, (sem líkneski) kviður, lendar
og læri úr eiri. Alexander flutti hellenska — forngríska