Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 67
NORÐURIJÓSIÐ
67
Miðvikudagur.
Fjórtándi dagurinn í Nisan var á miðvikudegi. Þá var
páskalambinu slátrað. „Þá var aðfangadagur páska.“ (Jóh. 19.
14). Þetta er alveg augljóst af athöfnum Gyðinga. Lambinu
skyldi slátrað og það steikt og blóðinu stökkt á dyratrén á
milli miðdegis og kvelds. (2. Mós. 12. 22.). En stórir skarar af
Gyðingum voru viðstaddir, þegar Jesús var yfirheyrður og
krossfestur. Æðsti presturinn sjálfur sneiddi hjá hátíðinni:
„Ekki á hátíðinni, til þess að ekki verði uppþot meðal fólks-
ins.“ Dr. Torrey segir, að ritningin öll sé sammála um það: að
Jesús var krossfestur á miðvikudegi. Þá var Kristi, páska-
lambi voru slátrað fyrir oss.
Þess vegna hlýtur Drottinn vor að hafa haldið páska á
aðfangadeginum. Líkamlega séð, honum var ókleift að halda
páska á páskadegi, því að hann var sjálfur páskalambið, er
slátrað var fyrir oss. Það er ekki lögbrot, þegar, líkamlega
séð, ekki er unnt að forðast það.
Nei, með því að vera lambið, uppfyllti Jesús æðra lögmál
en að eta lambið. Hann uppfyllti lögmálið á æðri hátt.
Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur.
Hve lengi var Drottinn í gröfinni? Dr. Lange heldur fram
hinum vanalega skilningi, — þrír dagar og þrjár nætur, þetta
eru tölur, er samsvara því, er Gyðingar voru vanir að reikna.
En Jesús lá einn dag og tvær nætur í gröfinni.
Er þetta fullnægjandi? Ef við lítum svo á, að Jesús hafi
verið krossfestur á miðvikudegi og ekki föstudegi, þá eru
bæði bókstafurinn og spádómarnir uppfylltir. „Jónas var í
kviði stórhvelisins í þrjá daga og þrjár nætur, og eins mun
Mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar.
(Matt. 12. 40.). Tveir og sjötíu tímar eftir krossfestinguna, —
með orðum dr. Torreys — Nákvæmlega þrír dagar og þrjár
nætur, með upphafi hins fyrsta dags vikunnar, sunnudags
morgni, stóð Jesús upp aftur úr gröfinni.
Sunnudagur.
Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar,
kom María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.