Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 114
114
NORÐURI.JÓSIÐ
búa til altari handa Júpíter. Fólki var bannað að biðjast fyrir
í musterinu og þvingað til að eta svínakjöt, ennþá fleira fólk
var drepið. Konur og börn voru drepin. Skelfingu lostið flýði
fólk í ofboði frá Jerúsalem.
í meira en þrjú ár var það, að guðsþjónusta var engin
haldin í musterinu. Trúarbrögð Gyðinga voru bönnuð, og
musterið var vígt guðinum Júpíter. Mannskrímsl þetta er
mynd af Andkristi. (Hann kemur fram áður en Drottinn vor
Jesús Kristur kemur aftur. S.G.J.). Hann reyndi að gjöra
trúarbrögð Gyðinga að engu. Það tókst ekki, misheppnaðist.
Makkabeatíminn
Einn er þáttur sérstæður í mannkynssögunni allri. Hann er
uppreisn Makkabeanna. Grimmdarverkin, sem Antiokus
vann, knúðu hana fram. Mattatías hét prestur. Hann átti
fjóra sonu. Sjálfur var hann Makkabeinn fyrsti. Um hann
safnaðist hópur Gyðinga. Hrifust þeir af föðurlandsást hans
og styrkleika trúar hans. Völdu þeir hann sem leiðtoga sinn.
Er hann dó, varð Júdas sonur hans foringinn.
Antiokus vildi kæfa uppreisnina, en þrisvar sinnum beið
hann ósigur. Enn var hann með áform sér í huga, hvernig
hann gæti tortímt Gyðingum. Þá dó hann úr hræðilegum
sjúkdómi. Ættum við að trúa því, að þetta hafi verið dómur
Guðs?
Júdas Makkabei var nú sá, er ríki stýrði í landi Gyðinga.
Makkabea tímabilið var um 100 ár (165-63 f. Kr.). Júdas
hreinsaði og vígði musterið á ný. Trúarlíf fólksins var end-
urvakið. Sýrlendingar hófu á nýjan leik fjandskap sinn.
Júdas féll í orrustu. Jóhannesi, bróður hans, hlotnaðist for-
ingjastaðan. Hann var myrtur skömmu síðar. Foringjastöð-
una fékk þá Símon. Hann sneri sér þá til Rómverja, er veittu
honum valdastöðu í landinu. Sjálft var það komið í samband
við nýtt ríki.
Eftir Símon kom sonur hans Jóhannes. Var þetta svonefnd
prestastjórn. Þá hófust flokkarnir tveir, Farísear og Sadúke-
ar, með innbyrðis deilur sínar. Sonarsynir Jóhannesar fóru í