Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 25
NORÐURIJÓSIÐ
25
Halló er það Guð á himnum? Það er Pétur Ström. Ég bý í
Vatnsgötunni númer 15 á loftinu móti garðinum. En það
veist þú efalaust.“ Hann stansaði örlítið milli hverra setn-
inga, eins og hann hafði heyrt frú Holm gera. „Það er margt,
sem okkur vantar heima, og sem ég vil biðja þig að gera svo
vel að senda okkur. Stóri bróðir liggur veikur og verður að
hafa eitthvað styrkjandi, hefir læknirinn sagt, en mamma
hefir ekkert að kaupa fyrir. Rut, systur mína, vantar ný föt.
Skó þarft þú ekki að senda henni, því þá hefi ég keypt í
staðinn fyrir nýja húfu handa sjálfum mér, þvi að gamla
húfan hans pabba, sem ég nota getur dugað í vetur. Smjör,
brauð, mjólk og lítið eitt af fleski vantar okkur til jólanna.
Jólatré hefði líka verið gaman að fá, sérstaklega handa litlu
systur. Og mamma, vesalings mamma, hana vantar léttari
vinnu, hefir læknirinn sagt. Gerðu svo vel að útvega henni
hana. Ég er svo hræddur um, að hún verði veik og deyi frá
okkur, þá höfum við engan. Pabbi er hjá þér. Vertu svo góður
að senda okkur allt þetta á morgun, aðfangadag. Þú ert svo
ríkur og ræður öllu og svo góður og fullur af kærleika og
hefur svo marga engla að senda. Endilega að muna að senda
eitthvað styrkjandi handa stóra bróður. Heilsaðu pabba.“
Pétur heyrði að hurð var lokið upp í herbergi við hliðina.
Hann varð ákaflega hræddur um, að hann hefði gert eitthvað
rangt og hengdi því símtólið á í skyndi, hljóp niður af
skammelinu og fór aftur að dyrunum til að standa þar. Frú
Holm kom svo og fékk honum tómu körfuna og peningana,
og fljótlega var Pétur á leið heim aftur.
Mamma stóð og strauk þvott, föl og rauðeygð af gráti.
Hana sveið að þrátt fyrir sinn besta vilja, gat hún ekki gert
neitt jólalegt fyrir kæru börnin sín. Þau máttu gleðjast yfir, ef
þau slyppu við að sitja svöng um hátíðina. Hvernig mundi
fara, yrðu þau að gefast upp, hún og þau þrjú litlu? Eftir því
sem kraftarnir minnkuðu, óx kjarkleysi hennar, og skýin
virtust dekkri. Þessi nagandi kvíði fyrir óþekktri framtíð.
Mundi Guð hafa gleymt henni? Heyrði hann ekki bæn
lengur?
Nú kom Pétur inn, rauður í kinnum af að stríða móti
storminum og snjókomunni. Pakkann með skónum hafði