Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 107
NORÐURLJÓSIÐ
107
mæta víðsvegar um heiminn. Það er friður í honum, sem „er
vor friður.“ Og það er einnig fyrirheit um vaxandi frið, og
„frið, sem er æðri öllum skilningi,“ sem vér getum ekki skýrt,
því að hann er víðfeðmari en vor skilningur nær. Því að það
er ekkert annað en kraftaverk: að hjörtu vor og hugur séu
varðveitt í friði í heimi, sem er fullur af áhyggjum. Hvílík
blessun er það sálum vorum, að ritað er: „Sjálfur friðarins
Guð helgi yður algjörlega, og gjörvallur andi yðar, sál og
líkami varðveitist ólastanlega allt til komu Drottins vors Jesú
Krists.^ (I. Þessal. 5. 23.).
Kristniboðsvinir og ég höfðum verið að heimsækja Indí-
ána þorp í Mexíkó. Á leið okkar heim til kristniboðs-hússins
þurftum við að fara yfir vatn, áður en það breyttist úr kyrru
vatni í ofsafengið haf. í ljós kom, að við höfðum lagt of seint
af stað. Indíánarnir á barkarbátnum héldu, að þeim mundi
takast að komast yfir um áður en veðrið versnaði. En gömul,
skynsöm Indíánakona sagði, að við gætum það ekki. Eigi að
síður urðum við að halda af stað, því að í þorpinu gátum við
ekki gist. Meðan sólin var að setjast, rérum við gegnum háa
grasið og vatnaliljurnar. En er dimma tók, mættum við and-
byr og öldum, sem karlmennirnir börðust við til að hindra,
að bátnum hvolfdi. Hendur mínar gripu í hliðar farkostsins
veika, er ég reyndi að hjálpa til þess, að hann héldist á floti, er
öldurótið virtist ætla að hvolfa honum.
Drottinn! hrópaði ég hátt í bæn. Hávaðinn í vatninu kæfði
rödd mína. Drottinn, hélt ég áfram, séu þetta endalokin,
veittu þá náð til þess, að mæta þeim með hetjuskap. Enginn
þorði að mæla orð. Allir voru sem stjarfir vegna einbeitingar
hugans. Hættan var of mikil til að minnast á hana. Trúboð-
unum innlendu var hún jafnvel ljós. Hvenær sem var gátum
við búist við, að við mundum kastast út í djúpið. Heili minn
vann hratt og skarpt. Árin urðu að andartökum og smáat-
riðin að sekúndum, er ég nálgaðist Golgata í anda til að gera
kröfu til fyrirgefandi náðar hans og hreinsandi blóðs hans.
En undursamlegt er að segja frá því, að á meðan öldurnar
byltu mér um ósjálfbjarga, þá lagði Drottinn söngljóð í hjarta
mér. Það reis með vindunum og öldunum, er ég söng það í
hjarta mér: