Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 34
34
NORÐURIJÓSIÐ
Jón Townsend var ekki einn um það, að biðja vegna bréfs
hans til drottningar. Hann trúði öðrum fyrir þessu. Mikil
bæn frá mörgum hjörtum steig upp til Guðs. Um það bil
hálfur mánuður leið. Þá fékk hann bréf. Það var í umslagi, er
mjög var laust við yfirlæti. Það hljóðaði svo:
Bréf yðar meðtekið fyrir skömmu. Og sem svar við því vil
ég staðhæfa: að ég vandlega og með bæn hefi lesið þær
ritningar greinir, sem vitnað er til. Ég trúi á hið fullkomnaða
verk Krists fyrir mig. Og ég treysti því, að ég, fyrir náð Guðs,
hitti yður á því heimili, sem hann sagði um: „Ég fer burt til
að búa yður stað.“ (Undirritað Victoria Gulph.).
Hvort sem maður er einvaldur eða með öllu óþekktur, þá
er hjálpræðisvegurinn og hjálpræðið eilíft hið sama. Því að
„svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf soninn eina (Biblían
1981 n. máls) til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3. 16.) „Því að, ef þú játar með
munni þínum Drottin Jesúm og trúir í hjarta þínu, að Guð
hafi upp vakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
(Róm. 10. 9.).
(Þýtt úr bókinni: Come Home — Komdu heim. Birt hér
handa fólki, sem feta vill í fótspor drottningar og eignast
þessa óumræðilegu gjöf Guðs.“ (2. Korintubr., 9. 15. S.G.J.)
Tveir menn dóu 33 ára
Þrjár aldir skildu þá að, þessa menn, sem báðir dóu 33 ára
gamlir. Alexander mikli átti aðeins eitt markmið í lífinu, að
leggja undir sig allan heiminn. Jesús frá Nasaret átti aðeins
eitt markmið í lífinu, að frelsa allan heiminn. Grikkinn dó í
hásæti sínu. Jesús dó á krossi.
Ævi annars þeirra sýndi sigurhrós. Ævi hins virtist vera
tjón. Annar stýrði herskörum. Hinn gekk aleinn í 30 ár, síðan
3 ár með nokkrum lærisveinum.
Annar úthellti blóði í öllum heimi. Hinn gaf líf sitt, blóð
sitt, til að vinna kærleika okkar og trú.
Alexander og Jesús dóu báðir 33 ára. Annar dó í Babel.
Hinn dó á Golgata hjá Jerúsalem.