Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 9
NORÐURI.JÓSIÐ
9
hann að lokum í örvæntingu: Drottinn, ég elska ekki þessa
menn. Þeir eru svo óhreinir, orðljótir og oftar en hitt
drukknir. En, Drottinn, ég elska þig. Og ég veit, að þú elskar
þá. Ég vil gjöra allt, sem ég get, til þess að þeir frelsist.
Er hann reis á fætur, vissi hann, að þetta var nákvæmlega
sú leið, sem Drottinn vildi fara. Þá mundi hann eftir þvi, sem
Jesús sagði við Símon Pétur:
Drottinn spurði Pétur: „Elskar þú mig?“ Er Pétur sagði, að
hann gjörði það, þá sagði Jesús: „Gættu sauða minna.“
(Gefðu sauðum mínum fóður. Ensk þýðing). Jesús vildi, að
Pétur elskaði hann fyrst og að gera síðan það, er hann bauð.
Þegar við byrjuðum þetta starf, á meðal heyrnarlauss
fólks, fyrir mörgum árum, þekktum við mjög fátt heyrnar-
laust fólk. Við vissum um dóttur okkar og fáein börn önnur.
Við elskuðum þau ekki sérstaklega. En við elskuðum Drottin
Jesúm, og við vildum þóknast honum. Við vissum, að hann
elskaði þúsundir ófrelsaðra heyrnarleysingja í Bandaríkjun-
um (Ameríku, textinn. S.G.J.) eins og líka í öðrum löndum.
Við vissum, að hann var að þrýsta á hjörtu okkar að fara og
segja þessu fólki, að Jesús elskaði það, svo að við fórum af
stað að gera einmitt þetta.
Á þessum meira en þrjátíu árum, sem liðið hafa, höfum
við notið þeirra forréttinda að finna og vinna margt heyrn-
arlaust fólk fyrir Krist. Við öll, sem störfum hér á Bill Rice
(stórgripa-búinu), finnum, að við höfum raunverulegan
kærleika í hjörtum okkar til þessa elskulega fólks. Hve dá-
samlegt, að hafa þau forréttindi: að segja hundruðum
heyrnarlauss fólks frá kærleika Guðs til þess. Hreinskilnis-
lega getum við sagt: að við elskum það líka af öllu okkar
hjarta.
Þetta kemur frá hjarta mínu!