Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 62
62
NORÐURIJÓSIÐ
Enginn er Honum líkur
Hver er munurinn á Búddah, Zaraþústra, Jesú, Múhameð og
Móse — voru þetta ekki allt miklir menn? Fræddu þeir ekki
allir um veg til Guðs? Kenna ekki öll trúarbrögð sömu sið-
ferðilegu og siðrænu lögmálin? Eru ekki margar leiðir að
hinum eina sannleika?
Þessara spurninga spyrja margir í dag. Þó er þessum
spurningum of oft svarað játandi, eða það er oft gert ráð
fyrir, að við þeim sé ekkert svar.
Kristur gerir tilkall til sérstöðu.
Heiðarleg umhugsun um kenningu Jesú Krists veitir mönn-
um svarið. Hann er ósambærilegur og óviðjafnanlegur.
Hann gerir kröfu til að vera ólíkur öllum öðrum. „Ég er
vegurinn og sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins
nema í gegnum mig.“ (Jóh. 14. 6, ensk þýðing). Ekki aðeins
vegur heldur vegurinn.
Hvaða maður gat með réttu haldið slíku fram? Aðeins sá,
sem var ólíkur og æðri öllum öðrum mönnum, er gengið hafa
á yfirborði jarðarinnar. Var Jesús slíkur maður? Við skulum
athuga, hvað hann segir um sjáifan sig.
Himneskur að eðli og uppruna.
„Þér eruð neðan að, ég er ofan að; þér eruð af þessum heimi,
ég er ekki af þessum heimi.“ (Jóh. 8. 23). „Sannlega, sann-
lega segi ég yður: áður en Abraham var til, er ég.“ (Jóh. 8.
58). Hann talaði eins og sá, sem hafði verið til áður og væri
æðri þessum heimi. Hann varpaði ekki aðeins frá sér ljósi;
Hann var ljósið. Ég er ljós heimsins.“ (Jóh. 8. 12). Hann kom
sem boðberi guðlegs ljóss inn í myrkvaðan heim. Hann var
Guð holdi klæddur, Orðið varð hold. (Jóh. 1. 14).
Hann opinberaði Föðurinn.
„Sá sem hefir séð mig, hefir séð föðurinn.“ (Jóh. 14. 9). Hann
kom til að kunngjöra, á þann hátt sem menn gætu skilið, hið
sanna eðli hins eilífa Föður, ekki með heimspeki eða kenn-
ingu, heldur í lífi og eigin persónu. Þegar hann gekk um á