Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 90
90
Veisluréttir
handa börnum Guðs
NORÐURIJÓSIÐ
Drottinn Jesús Kristur, hann er hinn sami, sem um er sagt:
„Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, bera
unglömbin í fangi sér, en leiða mæðurnar.“ Er kröftugri
samanburður til en þessi eða meira hrærandi? Drottinn,
Skapari heimanna og hirðir lambanna? Guð með kraft al-
mættis síns og ótakmarkaða gæsku?
Hver gæti lesið söguna um hirðinn góða án þess, að hann
yrði snortinn? Hve lágt hann laut til að finna týnda kind. En
þegar hann fann hana, sagði hann þá: Litla kind! Ég hefi
hjálpað þér svo mikið, lokið mínu hlutverki. Sjáðu nú um, að
þú komist áfram í lífinu, upp á þínar eigin spýtur. Nei, hann
bar syndirnar, en byrðarnar ber hann einnig. í fang sér tók
hann sauðinn til að biðja fyrir honum, en á herðarnar til að
stjórna honum. Frelsarinn-Hirðirinn stefndi með hann til
heimkynna Föðurins, bar hann, uns hann komst þangað.
Skapara-Hirðirinn, Skapara-Endurlausnarinn, Skapara-
Presturinn og Skapara-Konungurinn — hann mun bera þig
alla leiðina heim.
„Drottinn, Guð þinn, bar þig eins og faðir ber barn sitt. (5.
Mós. 1. 31.).
„Allt til elliára er ég hinn sami; og ég vil bera yður, þar til
þér verðið gráir fyrir hærum; ég hefi gjört yður, og ég skal
bera yður og frélsa.“ (Jesaja 46. 4.).
„Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ (Jóh. 14. 27.). Þetta
erboðorð: „Skelfist ekki.“
„Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu.“
(Lúk. 10. 41.). Hún hugsaði meira um þetta marga en Krist
sjálfan. Það er engin skömm að því: að þjóna fyrir borðum,
heldur dagleg nauðsyn. Heiðarlegt er og bráðnauðsynlegt að
sinnt sé daglegum störfum. En órólegt hjarta og kvíðafullt,
það vill Drottinn færa í lag.
„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera um-
hyggju fyrir þér.“ Það að varpa áhyggjum sínum upp á
Drottin merkir i raun og veru að þrýsta þeim á hann.