Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 150
150
NORÐURIJÓSIÐ
og hann sýndi mér fram á það að ég væri nú ekki lengur mín
eigin eign, heldur tilheyrði nú andi minn, sál og líkami
Drottni algerlega, svo ég fengi skilið við syndina og helgað
honum líf mitt. Um leið og ég stóð upp og ætlaði að fara,
mælti ég:
„Þér hafið verið sendiboði Drottins til mín. Ég fæ aldrei
fullþakkað yður.“
„Þér þurfið ekkert að þakka mér,“ svaraði hann hvatlega.
„Ég er þjónn hans til að framkvæma það, sem hann býður
mér, hvar sem vera skal. Ef ég má, vildi ég gjarnan vita nafn
yðar, svo ég geti nefnt það fyrir Drottni í bænum mínum.“
„Biðjið fyrir ungri stúlku, sem einungis er lítið villiblóm,"
svaraði ég rólega. „Það nafn hefir móðir mín gefið mér, og ég
kann best við það.“
Þegar ég rétti honum hönd mína að skilnaði, spurði hann:
„Eru foreldrar yðar trúaðir? Getið þér búist við hjálp frá
þeim til að lifa hinu nýja lífi?“
Tár komu fram í augu mér, en þegar ég gat komið upp
orði, svaraði ég:
„Móðir mín hafnaði Kristi, þegar hún var ung stúlka. Hún
aðvaraði mig í dag. Faðir minn heldur vantrúarfyrirlestra.“
Hann tók snöggt viðbragð af undrun. „Hvað! ég á þó,
vænti ég, ekki tal við dóttur prófessors Etheridge?“
Ég hneigði mig aðeins lítið eitt til svars, því mér var svo
mikið niðri fyrir. Siðan hélt ég af stað, en um leið og ég fór,
heyrði ég hann segja: „Guð minn, hverju hefir þú komið til
leiðar? Ó, vemda hana; styrk þú hana. Hafi nokkur þarfnast
hjálpar, þá er það hún!“
Og ég vissi vel, að þetta var satt.
V.
Hræðileg nótt
Það var komið miðnætti. Hvass og napur stormur, sem
minnti menn á haustið, hvein ömurlega í skóginum; grein-
amar svignuðu og brakaði í þeim undan ofviðrinu.