Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 121
NORÐURIJÓSIÐ
121
rithönd mín á blaði, sem ég notaði, er ég kenndi börnum.
Dómarinn hélt blaðinu á loft og spurði mig, hvort þetta
væri rithönd mín? Ég sagði honum, að ég hefði ritað það.
Hann sagði: Þú verður talinn bera ábyrgð á þessu, sem er
ritað hér. Ég sagði honum, að í raun og veru hefði ég aðeins
ritað þetta upp. Þetta væri sálmur, sem Davíð konungur
hefði ritað.
Dómarinn sagði: Ég þekki engan Davíð konung, ég þekki
þig. Þetta er rithönd þín. Þú ber ábyrgð á því, sem hér er
skráð.
Ákæran á hendur mér komst inn í bækur réttarins. Ég
reyndi að skýra það, að í raun réttri væri það Davíð kon-
ungur, sem ætti að mæta fyrir réttinum, en ekki ég. Ákæra
þessi er mér mjög dýrmæt, af því að ég get varla beðið,
þangað til ég hitti Davíð konung á himnum. Þá mun ég segja
honum, að ég hafi verið kærður fyrir að vera höfundur
sameiginlegur sálmsins með honum.
Einu sinni var ég í fangelsi í Síberíu. Um miðnætti var mér
stungið þar inn í klefa. í honum voru 20 fangar fyrir. Enginn
af þeim var farinn að sofa, þótt framorðið væri.
Er dyrunum hafði verið lokað að baki mér, umkringdu
þeir mig þegar í stað, og þeir spurðu: Hve marga menn hefir
þú drepið?
Ég sagði: Jæja, ég drap engan, ég er kristinn.
Þeir sögðu: Þú lýgur. / þessum klefa eru aðeins morðingjar.
Allir hér hafa drepið að minnsta kosti þrjá menn. Sumir okkar
hafa drepið fjóra eða fimm menn. Sannaðu því, að þú sért
kristinn. Láttu okkur sjá Biblíuna þína.
Þú getur ekki haft Biblíu með þér í sovéskt fangelsi. Hún
væri gerð upptæk þegar í stað. En meðal þess, er ég hafði
fólgið hjá mér, var eintak af Guðspjalli Markúsar, í mjög
smækkaðri útgáfu, sem ég var vanur að lesa í laumi.
Næsta morgun vaknaði ég seint. Enginn fanganna hafði
sofnað. Allir sátu þeir í hvirfingu. Einn þeirra las guðspjallið
upphátt. Þeir voru komnir að síðasta kaflanum. Voru þeir
með eins konar Bíblíu-námsflokk. Þeir reyndu að ræða
saman um, hver merkingin væri í öllu þessu. Fagnaðarboð-
skapinn, hann höfðu mennirnir aldrei heyrt áður, né lesið