Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 8
8
NORÐURIJÓSIÐ
Þetta minnir mig á tvær sögur, sem ég heyrði manninn
minn dr. Bill Rice segja.
Hann sagði sögu af stúlku, sem ætlaði að fara til Kína sem
kristniboði. Hún var í kirkju, og einhver sagði við hana: Þú
hlýtur að elska kínverska fólkið mjög mikið.
Unga stúlkan svaraði: Ég þekki ekki kínverska fólkið. Ég
veit ekki, hvort ég elska það eða ekki. En ég elska Drottin
Jesúm, og hann hefir lagt það á hjarta mitt að fara og hjálpa
þessu þurfandi fólki.
Er hún hafði dvalið mörg ár í Kína, kom hún aftur heim til
sama safnaðar. Þá gat hún sagt: í sannleika elska ég kín-
verska fólkið. Elska min til þess vex frá ári til árs. Ég er svo
glöð yfir því, að Drottinn sendi mig til þessa yndislega fólks.
Sagan hin er af manninum mínum. Mér geðjaðist mjög vel
að henni.
Er hann var aðeins ungur maður, nýfarinn að predika,
vildi hann elska, af öllu hjarta, ófrelsaða fólkið. Oft hafði
hann heyrt fólk segja: að það „ynni heitt fólki, er ófrelsað
væri.“ Þetta vildi hann eiga líka. Ekki vissi hann nákvæm-
lega, hvað átt var við. En hann gerði blátt áfram ráð fyrir því,
að það væri djúpstæð elska til ófrelsaðs fólks.
Hann prédikaði oft á héraðs-fangelsis-tröppum í Dallas. A
gatnamótum o.s.frv. Oft voru menn umhverfis hann, sem
lagði af vínþefinn, notuðu saurugt orðbragð og voru mjög
óhreinir. Hann fann, að það var mjög erfitt að elska slíka
menn í hjarta sínu. Oft fannst honum, að hann vildi fremur
reka eitthvað í nefið á þeim en leggja arminn utan um þá.
Áhyggjufullur var hann og leið illa út af þessu, svo að oft fór
hann til herbergis síns að biðja.
Hann bað og bað Drottin að hjálpa sér til að elska þetta
ófrelsaða fólk, að öðlast ástríðufulla elsku til sálna fólksins.
Er lokið var bæninni fór hann að hugsa um suma þessa
menn, sem hann hafði verið að vinna með. Þá fann hann, að
hann bar engan kærleika til þeirra, þrátt fyrir bænirnar. Þá
bað hann lengur og af meira kappi, bað og sárbað Drottinn
að frelsa þessa ófrelsuðu menn.
Dag nokkurn, er hann hafði verið margar stundir á
hnjánum á bæn, beðið og beðið, en ekkert gerðist. Þá sagði