Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 63
NORÐURI.JÓSIÐ
63
jörðunni, lýstu öll orð hans og verk hjartalagi og huga Föð-
urins. „Sannlega, sannlega segi ég yður: sonurinn getur
ekkert gert af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn
gjöra.“ (Jóh. 5. 19). „Hann, sem sendi mig, er sannorður, og
ég tala það til heimsins, sem ég hefi heyrt af honum.“ (Jóh. 8.
26). Þess vegna var allt, sem Hann kenndi í orðum og verk-
um, ekki mannlegt að uppruna, heldur kom það beint frá
Föðurnum.
Vald hans staðfesti orð hans.
„Verkin, sem faðir minn fékk mér að leysa af hendi; einmitt
þau verk, sem ég gjöri, vitna um mig, að faðirinn hefir sent
mig.“ (Jóh. 5. 36). í allri boðun hans hér á jörð báru máttar-
verk hans vitnisburð um sannleika orða hans. Aðeins sá, sem
getur sagt um sjálfan sig: „Ég er upprisan og lífið,“ (Jóh. 11.
25) getur sagt við látinn mann: „Lasarus, kom þú út.“ (Jóh.
11. 43). Jafnvel óvinir hans neyddust til að viðurkenna vald
hans. „Þessi maður gjörir svo mörg tákn. Ef vér látum hann
nú afskiptalausan, munu allir trúa á hann.“ (Jóh. 11.47-48).
Hann lifði syndlausu lífi.
„Og sá, sem sendi mig, er með mér; ekki hefir hann látið mig
einan, því að ég gjöri ætíð það sem honum er þóknanlegt.“
(Jóh. 8. 29). Hvaða maður getur borið fram slíka staðhæf-
ingu? Margir reyna að ná fullkomnun, en þessi Maður var
fullkomnunin holdi klædd. Hann skoraði á óvini sína og
sagði: „Hver yðar getur sannað á mig synd?“ (Jóh. 8. 46).
Enginn hefur nokkurn tíma svarað þessari áskorun með
rökum. Sökum hreinleika hans og heilagleika gat hinn him-
neski Faðir notað hann sem friðþægingarfórn fyrir hið
syndum hlaðna líf okkar. Þess vegna gat Jóhannes skírari
sagt um hann: „Sjá, guðslambið, er ber synd heimsins.“ (Jóh.
1.29).
Hann elskaði með óviðjafnanlegum kœrleika.
„Ég er góði hirðirinn; góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar
fyrir sauðina.“ (Jóh. 10. 11). Hann kom ekki til að krefjast
þeirrar virðingar og vegsemdar, sem honum að réttu lagi bar.