Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 88
88
NORÐURIJÓSIÐ
Hvenær getum vér orðið Guðs börn?
Þessu svara menn oft þannig, að það geti orðið hvenær sem
er. Þetta er rétt, hvað viðvíkur náð Guðs og kærleika til vor
manna. Hann kallar á menn frá upprás sólar til sólarlags.
Hins vegar er ekki unnt að ganga framhjá því, að það eru
sérstakir tímar á ævinni, þegar kall Guðs kemur sterkast. Þá
ríður okkur mest á, að við vísum honum ekki frá, sem talar,
en látum hans mildu rödd sigra. Það er sem sé hægt að herða
svo hjarta sitt, að kallið, frá hinum eilífa heimi, hafi engin
áhrif. Andi Guðs stríðir ekki eilíflega við mannanna börn.
Vér getum látið rétta tímann líða hjá, staðið eftir köld og
kærulaus, hugsunarlaus um annað en það, sem þessum heimi
heyrir til.
Ár æskunnar öllum öðrum fremur, eru tíminn, þegar valið
er. Ritningin áminnir oss um að minnast Skapara vors á
unglingsárum, því að þeir dagar koma, að vér segjum um þá
að vér höfum enga gleði af þeim. Hugurinn ungi er hreinn og
móttækilegur. Æskan leitar einhvers, er hún geti fest sig við.
En hvað? Það er spurningin.
Margir láta sér nægja þær skemmtanir og þá gleði, sem
heimurinn hefir að bjóða. Þeir steypa sér út í þetta, sem er
svo lokkandi, — og fá fljótt að reyna, að þeir völdu skakkt, en
lokaður virðist vegurinn til baka. Þá er bara að fylgja
straumnum. Óvinur sálnanna sér um það, að fjötra sitt her-
fang.
En Jesús kom til að leysa hið fjötraða og gefa herteknum
frelsi. Það, sem enginn í heiminum gat, nema hann, það bæði
vildi hann og gat. Þú getur orðið barnið hans nú, ef þú með
hreinskilni snýrð þér til hans.
(Þýtt úr Livets Gang. S.G.J.).
Þegar lífs er liðin stund
ljóma á veginn stafar.
Hittumst þá á helgri grund
hinum megin grafar.
Á. J.