Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 85
NORÐURI .JÓSIÐ
85
einu dyrnar. Hann sagði: Það er „enginn annar.“ (Jesaja 45.
22.). „Sáu þeir engan nema Jesúm einan.“ (Matteusarguðspj.
17. 8.).
Orðið „dyr“ er aðlaðandi í einfaldleik sínum og sérkenn-
um.
Við vitum öll, hvað dyr eru og til hvers þær eru — dyr er
inngangur, hlið, staður, þar sem gengið er inn.
Jesús Kristur er inngangur til hjálpræðis, til friðar, til eilífs
lífs, til guðdómlegrar dýrðar, til himins og heim til Drottins.
Og er það ekki vel við eigandi, að hann skuli vera Dyrnar?
Því að hann er sá Eini, sem dó fyrir syndir okkar, til þess að
hann „gæti leitt oss til Guðs.“ (1. Pétursbr. 3. 18.).
Það var hinu dýrmæta blóði hans, sem var úthellt okkur til
syndafyrirgefningar. (Efesusbr. 1. 7.). Hann var reistur upp
frá dauðum og er „frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru.“ (1.
Korint. 15. 20.).
Hann einn er maklegur og getur sagt: „Ég er dyrnar; ef
einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða.“
Veitum nú athygli einfaldleikanum í hjálpræðisleið Guðs.
— „Ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða.“
Ekki fyrir lögmál — ekki af verkum — ekki fyrir viljakraft
— ekki fyrir breytni — ekki fyrir peninga, heldur „fyrir
Mig, “ sagði Drottinn Jesús.
„Ef einhver“ — einhver persóna, karl, kona, stúlka eða
drengur — „gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða.“
Dyrnar eru opnar upp á gátt. Okkur er boðið að ganga inn.
Hann segir: „Komið til mín.“ (Matteusarguðspj. 11. 28.). Vilt
þú ganga inn núna?
Þegar þú ferð inn, ertu kominn í hjörð hins mikla Fjár-
hirðis og þú mátt ganga inn og ganga út á meðal sauða hans
og fá fóður.
í Kristi ertu ný sköpun. Þá verður boðorðunum hlýtt, þá
gerir þú þér far um að leggja stund á góð verk, þá munt þú
„tigna Drottin með eigum þínum,“ þá mun breytni þín op-
inbera staðreynd frelsunar þinnar.
(Úr smáriti).