Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 14
14
NORÐURIJÓSIÐ
taka boð hans alvarlega og taka stöðu með þeim, sem reyndu
að upphefja nafn Jesú Krists í sinni kynslóð. Nafnið eina,
sem oss er ætlað fyrir hólpnum að verða. Smám saman fór að
koma máttur í lömuðu fæturna hennar og að lokum gat hún
gengið um eins og áður. Þó réttist hryggurinn ekki til fulls og
hún bar menjar þessa sjúkdóms á líkama sínum eftir það.
Samt átti hún það eftir að hjúkra móður sinni háaldraðri,
sem dvaldi hjá henni í elli sinni. Þannig var hlutverkum skipt
frá því, að hún lá sjálf lömuð.
Það mun hafa verið um 1929, sem Elísabet flyst með
foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þar liggja leiðir þeirra
saman Jóns og hennar. Þau gengu í hjónaband 29. ágúst
1933.
Það var ekki auðvelt að aðskilja starf þeirra hjóna. Hún
hjálpaði honum á verkstæðinu og í andlega starfinu. Þótt
hún héldi ekki ræður, þá tók hún þátt i bænaþjónustunni.
Hún umvafði samkomugesti með alúð sinni og sýndi sér-
stakan áhuga þeim, sem voru aðkomandi og þekktu fáa.
Gestrisni þeirra var mikil, þó enga hefðu þau gestastofuna
til að bjóða inní. Salurinn var stofan þeirra. Öðruvísi hús-
gögnum búin að vísu heldur en venjuleg stofa. Þess vegna var
þeim, sem komu í kunningjaheimsókn, boðið uppá góð-
gerðir í eldhúsinu, sem alltaf var framúrskarandi þrifalegt
eins og allt það húsnæði, sem Elisabet hafði til umsjár. Sal-
urinn var aftur á móti notaður, þegar þau þurftu að taka á
móti einhverjum til næturgistingar. Það var ekki þá, annað
húsnæði til þeirra hluta. Næturgestir þeirra gátu verið af
ýmsu sauðahúsi, en ég held, að þau hafi tekið á móti þeim
öllum á þeim grundvelli, að Jesús Kristur væri dáinn fyrir
alla menn, og því væru þeir allrar elsku verðir, vegna hans.
Jón Betúelsson var fæddur í Höfn í Hornvík, Sléttuhreppi
Norður-ísafjarðarsýslu 29. ágúst 1903. Hann kom úr stórum
systkinahópi. Kynntist ég nokkrum þeirra, sem sóttu sam-
komurnarí húsi hans.
Þótt Jón legði sig fram við skósmíðina til að afla tekna fyrir
húsbygginguna og þeim til lífsviðurværis, tel ég, að hann hafi
haft meiri áhuga á andlega starfinu. Kringumstæðurnar í
æsku hans buðu ekki upp á, að hann gengi menntaveginn.