Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 4
4
NORÐURIJÓSIÐ
sem fékk æ meira vald yfir honum. Smygli var bráðlega hætt.
Hann var ráðinn starfsmaður hjá sænsku sölufyrirtæki.
Seinna flutti hann með fjölskyldu sína til Larvík. Stofnaði
hann þar eigið fyrirtæki. Hann var duglegur, og verslunin
gekk vel. Aldrei var skortur á peningum. En hvað gagnar
það, þegar Drottinn er ekki með? Það verður að engu að
lokum.
Öyvind flutti sjálfur sínar vörur á markaðinn. Ferðalögin
öll, er því fylgdu, sköpuðu flökkumanns tilveru, —frá einu
háfjallagistihúsi til annars. Stundum fór hann með lang-
ferða-bifreiðum, eða þá í vagni, sem hann gat sofið í. A
ferðum þessum átti hann tryggan förunaut. Hann var flask-
an.
Astæðan fyrir því, að h'fið var þannig hjá mér, var sú, að
ég, (líkt og Jónas spámaður) reyndi að flýja frá kalli Guðs.
Samtímis þessu vissi ég alltaf, að bænir móður minnar fylgdu
mér stöðugt. En þetta var eitthvað, sem ég reyndi að deyfa
með áfenginu.
Allra innst inni vissi ég, að hið eina sem gat bjargað mér,
var að mæta Jesú Kristi á ný. En margt var það, sem hélt mér
frá þvi. Til að hugga mig, reyndi ég alltaf að finna galla hjá
kristnu fólki og söfnuðum þess. Jafnvel setti ég út á móður
mína og systkini, þó að ég með líferni mínu næði þeim ekki
upp í ökkla.
Ég man eftir því, að einu sinni gaf ég syni mínum 100
krónur, til þess að hann skyldi lesa dálítið í biblíunni fyrir
mig. Sjálfur var ég þá svo drukkinn, að ég gat ekki stafað mig
fram úr einni línu.
Þótt ég yrði stöðugt háðari áfenginu, var ég aldrei nein
fyllibytta. Griman mín huldi mig. Satan var of slyngur, og
kaupsýsla rrún gekk framar öllum vonum. Nei, hefði hann
gert mig að landeyðu, þá hefði ég alveg áreiðanlega leitað til
Guðs miklu fyrr, segirÖyvind.
Þegar þú svo snerir þér, var það við nokkrar sérstakar
kringumstæður?
Já, það er rétt. Það var á sameiginlegum samkomum <
Lai"vik 1978. Og það var Hákon Haug, sem talaði á þessum
samkomum.