Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 21
NORÐU RIJÓSJÐ
21
4 sögur fyrir börn
Guð heyrir bænir
Fyrir nokkrum árum var einn kunnur Drottins þjónn um
borð í einu af stóru, amerísku skipunum. Meðal ferðafólks-
ins voru tveir ungir menn, sem hétu Georg og Frank. Georg
var því miður opinber guðleysingi, sem hrósaði sér af því og
sagði, að enginn Guð væri til. Einn sunnudag meðan þeir
sigldu, bað skipstjórinn þennan Drottins þjón sem frá er sagt,
að tala til farþeganna í salnum á fyrsta farrými. Báðir ungu
mennirnir voru meðal áheyrendanna. Prédikarinn hélt því
fram á hrífandi hátt: Að Guð heyri bænir barna sinna og
svari þeim. Hann talaði eins og sá, er sjálfur hefur reynt það,
og báðir þessir ungu menn fundu kraftinn í orðum hans.
Frank virtist vera snortinn af þessu. Þegar hann kom upp á
þilfar aftur, spurði hann Georg: hvað honum fyndist um
það, sem sagt hafði verið. „Ég trúi ekki einu orði af því, sem
hann sagði,“ svaraði hann, „en ég skal viðurkenna að hann
talaði vel.“
Meðan þeir borðuðu miðdagsmat, tók Georg tvær appel-
sínur af borðinu og tróð þeim í vasa sinn. Hvers vegna hann
gerði það, hefði hann naumast getað gert grein fyrir. Þennan
seinnipart átti að vera samkoma fyrir fólkið á þriðja farrými,
og Frank fékk Georg til að koma með sér — „bara til að eyða
tímanum,“ sögðu þeir.
Er þeir gengu eftir þilfarinu, komu þeir auga á gamla
konu, er sat og svaf með framréttar hendur í keltunni. Hún
leit svo þreytulega út. Georg, sem var sérlega góðhjartaður,
kenndi í brjósti um hana. Hann tók báðar appelsínurnar úr
vasanum og lagði sína í hvora hönd hennar, án þess að hún
vaknaði.
Þegar þeir komu aftur, sat konan og át aðra appelsínuna.
Það virtist sem henni líkaði hún vel.
„Appelsínan smakkast víst vel,“ sagði Georg við hana,
„Hvaðan hefir þú fengið hana?“
„Faðir minn sendi mér hana,“ svaraði hún.