Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 15
NORÐURIJÓSIÐ
15
Starf þeirra hjóna sýndi, hvað langt má komast með brenn-
andi áhuga.
Ég tel, að Jón hafi alltaf verið reiðubúinn að ræða um
andleg mál við þá, er til hans leituðu. Honum var það gleði
að leggja frá sér verkefnin á skóverkstæðinu og ganga með
þeim inn í salinn eða skírnarherbergið til að hafa viðtöl og
biðja með þeim, sem það vildu og voru í þörf fyrir. Jón átti
sjálfur við vanheilsu að stríða. Það hefir eflaust auðveldað
honum skilning á erfiðleikum annarra. Þau höfðu bæði
hjónin gengist undir þung próf að þessu leyti, en vafalaust
við það orðið færari um að setja sig í spor annarra þján-
ingabarna.
Jón varð ekki gamall maður. Hann dó 8. september 1966.
Þá höfðu þau ákveðið að gefa íslenska bibh'ufélaginu
húseign sína. Það má segja, að það hafi ekki verið út í bláinn,
því Biblían skipaði áreiðanlega hinn æðsta sess í huga Jóns,
svo nærri lá, að honum fyndist, að menn vera að spilla
tímanum, að lesa aðrar bækur, jafnvel þótt trúarlegar væru, í
stað þess að lesa hana sjálfa.
Elísabet lifði fram til 31. október 1982. Ég hitti hana í maí
það sama ár. Þá var hún að vísu sjúk orðin, en hafði þó
fótavist og var enn andlega óbuguð. Það fann ég að hún hafði
mikinn áhuga á, að húsinu yrði vel við haldið, og að það gæti
orðið félaginu arðbær eign, og það, sem í hennar valdi stóð til
þeirra hluta, vildi hún ekki spara. Það hefur hka margur
gefið minna og komið að notum.
„Ég hefi nóg,“ sagði hún við mig áður við skildum. Og til
að sannfæra mig, bætti hún við: „Og ég get sent svöngu
börnunum úti í heimi svohtið.“ Já, ellistyrkurinn hefur oft
orðið ótrúlega drjúgur í höndum hinna eldri, sem hafa verið
langþjálfaðir í að spara og gera litlar kröfur fyrir sjálfa sig.
Þessa óeigingjarna hugsunarháttar er gott að minnast.
Þessi minningarorð áttu að vera sem eitt htið og visið lilju-
blað lagt á milli spjalda Norðurljóssins, og helgað hennar
minni, sem auðsýndi mér svo mikinn kærleika, en ég gat í
litlu endurgoldið.
(Þ. P.).