Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
til að sjá að sér; hann, sem hafði boðið byrgin mætti Guðs, og
sem, áður en orðin úr penna hans voru þornuð, var varpað til
jarðar.
Eftir hér um bil hálfa klukkustund, fór ég að hugsa um, að
ég hefði átt að vera komin út í skógarjaðarinn, og á aðal-
veginn, sem lá til þorpsins. En allt í kringum mig var þéttur
skógur, sem ég sá hvergi út úr. Ég varð óróleg. Var það
mögulegt, að ég hefði vilst í myrkrinu? Mér fannst hjartað
hætta að slá af skelfingu við þessa hugsun. Ég gat vel haldið
áfram mílu eftir mílu, og aldrei fundið aftur þá slóð, sem ég
hafði týnt, reikað hring eftir hring árangurslaust, þangað til
dagur rann.
Og faðir minn hafði slasast svo, að hann sýndist dauðvona.
Ef til vill yrði svo komið áður dagur rann, að mannhjálp gæti
ekki lengur náð til hans. Þessi hugsun veitti mér þrek til nýrri
tilrauna, og ég hóf aftur göngu mína.
En eftir fjórðung stundar var ég ekkert nær þjóðveginum
en áður. Ég var orðin rammvilt þarna inni í hinu mikla
skógarþykkni.
Þótt hásumar væri, var koldimmt undir hinum þéttu
skógartrjám. Það var ekki langt til dögunar, en ég vissi, hvað
það gat haft í för með sér að missa þessu dýrmætu augnablik.
Og þegar sú hræðilega hugsun, að ég væri orðin vilt, náði
tökum á mér, hrópaði ég aftur og aftur í angist minni svo
bergmálaði gegnum skóginn:
„Ó, Guð minn, bjargaðu mér! láttu mig komast á rétta leið
vegna föður míns!“
Að stundarkorni liðnu, — mér til undrunar, — heyrðist
mér að hrópi mínu væri svarað úr fjarlægð. Gat það verið,
að einhver hefði heyrt til mín? Hafði ég verið svo heppin að
koma nálægt einhverju af smábýlunum í skóginum? Ennþá
einu sinni veitti vonin mér nýjan þrótt, og ég hrópaði svö hátt
sem ég gat á hjálp.
Já, í þetta sinn skjátlaðist mér ekki; einhver hafði heyrt til
mín; einhver svaraði mér, og ég heyrði þessi orð álengdar:
„Herðið upp hugann. — Ég kem!“
Ég stóð kyrr stundarkorn. Síðan fór ég að þreifa mig áfram
milli trjánna í áttina, sem hljóðið kom úr, og loks sá ég daufa