Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 112
112
NORÐURIJÓSIÐ
menning til Egyptalands og Vestur-Asíu. Með því að sameina
austrið og vestrið undirbjó hann nauðsynlega einingu þeirra.
Þannig hófst það, sem var mjög mikilvægur undirbúningur
að útbreiðslu kristninnar.
En hennar markmið er: að breiðast út um allan heiminn.
Þó að Alexander ríkti skamman tíma, varð hann samt
drottnari Grikklands, Asíu (Litlu-Asíu), Egyptalands og
Sýrlands. Hve vel hann fór með Gyðingana, er litið á sem
líkur þess, að hann hafi þekkt spádóm Daníels, sem tvö
hundruð árum áður benti fram til sigurvinninga hans, er
voru svo miklir. Alexander hvatti Gyðinga til þess, að þeir
dreifðu sér, festu sér bústaði á mörgum stöðum. Með þessari
dreifingu Messíasar fólksins, þá breiddist út þekking á
sannleika Gamla testamentisins, og það um allt heimsveldið.
Er hann hafði lagt Egyptaland undir sig, reisti hann borgina
Alexandríu. En í henni mættust austrið og vestrið.
Keppikefli keisarans mikla var ekki það, að sigra heiminn
heldur og að leiða inn gríska menningu, flytja sæði hennar í
annan jarðveg, austrið undir áhrif vestursins. Sem lærisveinn
Aristoteles var hann vel heima í heimspeki. Heiminum gaf
hann tungumál, sem öllum var sameiginlegt, en það var
grískan. Gamla testamentið var síðar þýtt á grísku. Var það
gjört í Alexandríu. Það var sú þýðing, sem áreiðanlega ruddi
veg kristindóminum.
Alexander mat mikils skynsama, starfsama Gyðingafólk-
ið. Með því að staðsetja það í Alexandríu og á öðrum mið-
svæðis stöðum, gat það haft áhrif á heilan heim. Fjarri fórn-
um í musterinu í Jerúsalem var lögð þar meiri áhersla á
lögmálið og spámennina. Afleiðingarnar urðu einmitt þarna
þessar og eftirvænting Messíasar mest.
„Fjögurra horna tímabilið“
Þetta tímabil, sem stóð í hundrað ár, snart mjög áhugaefni
Gyðinga. Daníel hafði spáð því, að heimsríki Alexanders
mundi skiptast í fjögur ríki. Er sigurvegarinn mikli var dáinn,
skiptu því fjórir herforingjar hans á milli sín.