Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 17
NORÐURIJÓSIÐ
17
hreinleika og heilagleika í hjónabandinu þegar hann segir:
„Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði söfn-
uðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann. . . .“ Rætur
kærleikans ná dýpra en ytri tilfinningar. í Orðskviðunum er
ritað: „Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta
eins manns gagnvart öðrum.“
Leyndardómur hjónabandsins er sá, að karl og kona finni
hvort annað á grundvelli kærleikans og þau tvö verði síðan
eitt, eins og Guð ráðgerði. Það er ennþá vilji Guðs, að þetta
megi verða og vill að vel til takist, en óvinur hjónabandsins er
hinn illi, sem leggur allt kapp á að eyðileggja það.
Guð hefur lagt mökunum skyldur á herðar
Fyrst og fremst berum við ábyrgð hvort á öðru. Hann segir:
„Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast
konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ Með þessu
er því slegið föstu, að maðurinn hefur verið gerður ábyrgur
fyrir konu sinni og að sjálfsögðu einnig hún gagnvart honum
fyrst hún er orðin eitt með honum. Honum hefur verið gert
það að skyldu að búa með henni og leita ekki til annarra
kvenna. Ábyrgðin er aðallega fólgin í því að gæta hvors
annars. Við hjónavígsluna segir sá, sem hana framkvæmir:
„Vilt þú lofa því fyrir augliti Guðs . . . að elska, virða, hug-
hreysta og vernda....“
Kærleikurinn
Skyldur okkar uppfyllast fyrst og fremst í kærleikanum, það
að geta elskað makann eins og hann er. Sumir fyrirlétu sinn
fyrri kærleika, er erfiðleikar mættu þeim. Kristur hefur
elskað okkur eins og við erum, og við eigum að elska hvert
annað þrátt fyrir bresti okkar. Sá, sem nýtur stuðnings maka
síns, hefur sjálfur ef til vill ekki eins mikið sálarþrek.
Okkur ber einnig skylda til að virða, hugga, vernda. . . .
Veik bönd geta auðveldlega brostið vegna vanhugsaðrar